Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 35

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 35
^- Hér með er þeirri hugmynd komið á framfæri að hafa sérstakan foreldra- þátt í Æskunni. Blaðið er að ýmsu leyti fjölskyldublað. Víða er það lesið af heimilisfólkinu. Hví skyldu foreldrar barna þá ekki leggja orð í belg við og við um þá andlegu næringu sem börnum þeirra er gefin? Barnablöð á íslandi hafa frá upp- hafi þjónað tvennskonar tilgangi: verið til skemmtunar og fróðleiks. Þannig hefur það verið með Æskuna, Unga ísland, Vorið og fleiri blöð. En öll hafa þessi blöð átt það sam- eiginlegt að stuðla að heilbrigðum lífsviðhorfum barna og þannig hjálp- að heimilunum til við uppeldi barn- anna. Blöðin hafa leitast við að flytja göfgandi efni fyrir börnin og gera þau að bjartsýnu fólki. Þau hafa flutt já- kvæð lífsviðhorf. Sem dæmi um það má nefna trúarleg viðhorf og að kynna ýmsar listir. Dæmi eru til um að listamenn okkar hafa séð fyrstu myndina er hreif þá mest í barnablaði. Þar hafa börnin oft lesið fyrstu sög- una eftir einhvern sem síðar varð eft- irlætishöfundur þeirra. Við eldra fólkið sem áttum þess ekki kost í bernsku að fá barnablöð inn á dalabæina, fengum stundum eins og eina barnabók og marglásum hana. Ég minnist í því sambandi á ,,Leik- föng" og „Róbínson Krúsoe". En þessar góðu barnabækur áttu það sameiginlegt með barnablöðunum að flytja göfgandi efni sem miðaði að því að gera börnin að góðu fólki. Nú er þetta breytt. Þýddar mynda- bækur nútímans hafa annað mark- mið. Þær hafa ekki uppeldislegt sjónarmið barna fyrir augum. Þær eru margar æsandi, ef þær sýna þá ekki ofbeldi og takmark þeirra virðist allt annað. Það að græða sem mest á bókinni. Gróðasjónarmiðið er þar í hásæti en ekki mannbætandi lesefni eins og í Æskunni. Þetta er uggvæn- leg þróun. Svo eru þessar myndasögur engar sögur í venjulegri merkingu. Allt er skýrt fyrir börnunum í myndunum og þau fá ekkert til að brjóta heilann um. Þetta er forheimskandi lesefni. Og hugmyndaflug nýtur sín ekki eins og við lestur venjulegrar barnasögu þar sem þau sjá í huganum myndirnar sem sagan bregður upp. Æskan hefur frá upphafi boðað trúrækni og bindindi. Hún hefur boðað kristna lífsskoðun. Og ég held að bindindisboðun hafi gildi enn í dag, þó að ýmis nautnaefni vaði nú uppi í gerspilltum heimi. Er það ekki Eíríkur Sigurðsson. einhvers virði að hafa útbreitt blað eins og Æskuna í baráttunhi við síga- rettureykingarnar? Ég læt þessum þætti lokið og kasta boltanum til þess næsta. Foreldrar. Takið til máls f Æskunni og segið frá hvers virði hún er fyrir börn ykkar. Eiríkur Sigurðsson. NÁTTÚRUSTEINAR íslendingar höfðu lengi mikinn átrúnað á ýmsum steinum, sem til áttu að vera hingað og þangað um landið, en því miður var ekki auðhlaupið að finna þá. Steinar þessir voru kallaðir náttúrusteinar. Þeir hétu ýmsum nöfnum, svo sem „lausnarsteinar", „lífsteinar", „óskasteinar", „huliðs- hjálmssteinar", „sögusteinar", „blóðstemmusteinar" o. s. frv. Þeir voru sagðir oftast vera að finna í fjallatjörnum og djúpum vatnsgjótum. Steinar þessir áttu að hafa þá náttúru að fljóta uppi á yfirborði vatnsins á Jónsmessunótt. Áttu þeir þá að hefja einhvers konar leik á yfirborði vatns- ins og þá átti að vera tækifæri að ná þeim. Mest er um vert að undirstaðan sé rétt og vel hlaðin, en til þess að hleðslan gangi vel þurfa snjóþynn- urnar að vera jafnar og vel sniðnar, stærð 40X60 cm og þykkt eftir snjó- lagi. Best er að hafa til snjóskurðar spaða með beinu blaði. Fyrsta lagið verður að byrja með lágri sneið en síðan hækkar lagið jafnt allan hringinn upp í fulla hnaus- þykkt. Verður þá næsta röð áfram- haldandi eins og gormlöguð jafnbreið lengja. Gætið þess að samskeyti blokkanna standist ekki á og hallið blokkunum inn á við, þannig að borgin verði bungumynduð. Að lok- um verður hringmyndað gat efst í kúpunni og er felld í það snjóskífa. Jafnóðum og hlaðið er verður að sníða af allar ójöfnur og troða snjó í smáglufur. Dyraopið er gert síðast. Best er að grafa göng út úr borginni, ca. 2 m löng, helst það djúp að þau séu lægri en gólfflöturinn. Kalda loftið í göng- unum hindrar þá að loftið sem hitnar í húsinu streymi viðstöðulaust út þegar göngin standa opin. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.