Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 34

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 34
Farastjórinn Erla Elín. Beðlð eftir strætisvagnl f Osló. tjöldunum var dreift um skóginn og ekki var alltof slétt undir mörgum hverjum. Það vandist fljótt og fannst okkur mjög gaman að dvelja við þessar óvenjulegu aðstæður. Þriðjudaginn 3. júlí kl. 10 var mótið sett. Verkefnum var skipt niður á svokallaða pósta og var margt um að velja. T. d. gátum við lært að smíða og sigla kanó, búa til mat úr jurtum, lært gamla norska dansa. Einnig var póstur um frumbyggjalíf o. m. fl. Við gátum líka tekið þátt í fimmtarþraut þar sem með- limum er skipt niður í þriggja manna hópa sem þurftu að leysa saman fimm þrautir, svo sem rathlaup að degi og nóttu. Þeir sem tóku þátt í þessari þraut höfðu mjög gaman af. Setesdalur er þekktur fyrir frábæra silfursmíði og fengum við tækifæri til að sjá silfursmið vinna í Solvertun. Þeir sem vildu frekar gátu farið og skoðað byggðasafnið í Setesdal, raforkuver eða ekið um dalinn og séð gamlar byggingar. Á fimmtudag lögðu allir eldunarhóparnir af stað í sól- arhrings Hike, en það er gönguferð sem tekur sólarhring. Voru farnar margar mismunandi leiðir, upp á fjöll og niður í dali og sváfu allir undir berum himni. Á kvöldin voru varðeldar með ýmsu sniði. T. d. norskt kvöld með gömlum þjóðarrétti. Á einum varðeldi sýndu (slendingarnir íslenska bændaglímu sem vakti mikla hrifningu. Á meðan á mótinu stóð kepptu eldunarhóparnir sín á milli í blaki. Auk þess voru spennandi fótboltaleikir milli landa og íslendingar urðu í öðru sæti. Dagarnir voru fljótir að líða í góðu veðri. Síðasti dag- urinn rann upp og hver rútan af annarri ók burt af svæðinu. Okkur þótti erfitt að skilja við alla þessa nýju vini sem við höfðum átt svo ánægjulegar stundir með. En ferðinni var haldið áfram. Við fórum niður í Kristjansand og þar byrjaði hringferð okkar um Suður- Noreg. Á þessari ferð okkar komum við fyrst til Stavan- ger, þaðan fórum við með flugbáti til Bergen þar sem við fengum að kynnast rigningu. Frá Bergen fórum við meö lest til Oslóar og þar dvöldum við í nokkra daga. Alls staðar fengum við góðar móttökur og áttum góða daga. Þann 18. júlí flugum við heim. Gott var að koma til landsins okkar aftur, en ætíð munum við minnast þess- arar ánægjulegu ferðar. Og sérstaklega þökkum við Erlu Elínu Hansdóttur, fararstjóranum okkar, fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. „IGLÓ“ Nú er sá árstími sem skálaútilegur eru mest stundaðar en einnig er núna kjörinn tími fyrir eldri skáta til að bregða sér í snjóhúsaútilegu. Hér á eftir eru nokkur góð ráð varðandi byggingu snjóborgar (igló). Við byggingu ,,igló“ er nauðsynlegt að velja stað þar sem snjórinn er þéttur, helst 20—40 cm lag af þéttum snjó ofan á þéttara undirlagi. Grunn- stæðið er ákveðið með því að snúra er fest um hæl og hringur rissaður. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.