Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 11
Þú ferð inn um dyrnar á hökunni á honum, og síðan er galdurinn sá að finna rétt göng frá höku að nefbroddi. lokað. Og það var heppni, því að annars hefðu þeir séð mann læðast framhjá skemmunni. Þessi maður var Friðrik frændi þeirra. Hann hespaði hurðina að utan og gekk heim. Drengjunum gekk illa að sofna. Þeir þóttust heyra allra handa undarleg hljóð. Birgir vaknaði snemma og reis á fætur. Hann gekk að dyrunum og ætlaði út. Þáfann hann að þærvoru lokaðar að utan. Hann vakti Árna íofboði. Þeir skildu ekkert í þessu og þeim var ómögulegt að opna. Seinast fóru þeir að kalla á Maríu, í þeirri von, að hún væri komin á fætur og heyrði til þeirra. María — María — góða María! Enginn kom. Var hún orðin heyrnarlaus? Þeir lömdu hurðina með spýtu. Enginn heyrði. „María — María." Birgir tók stærðar staur og lét höggin dynja á hurðinni. Alltíeinuopnaðisthurðin. Og ídyrunumstóðu Friðrikfrændi„Dóra, Signý og Ragnar. ,,Þvíeruð þið hér?" spurði Friðrik. ,,Eruð þið ekki farnir?" spurði Signý undrandi. ,,Eruð þið með lömbin?" kallaði Ragnar. ,,Eruð þið búnir að vera hér lengi, drengir mínir?" spurði Friðrik. Birgir stamaði: ,,Við — við vorum að koma." ,,Hvaðan? Hvar hafið þið verið í nótt?" ,,Við vorum úti ískógi — langt uppi ífjöllum. Svo komu ræningjar —." Birgir þagnaði. ,,Ætlið þið þá ekki til Ameríku?" spurði Friðrik. Drengjunum varð bilt við. „Þið segið, aö ræningjar hafi ráðist á ykkur." ,,Ja-á." Og þið eruð nýkomnir, segið þið. Það er undarlegt. Ég heyrði þrusk hérna inni í skemmunni í gærkvöld, svo að ég lokaði. Og dyrnar eru lokaðar enn, núna þegar ég kom að þeim." ,,Það er líka einkennilegt," hélt Friðrik áfram, ,,að hann Tómas smiður kom hérna seint í gærkvöld og hann sagðist hafa séð tvo stráka í skóginum, sem hefðu flúið, eins og þeir hefðu séð óargadýr, þegar þeir sáu hann. Þið hafió líklega ekki séð þessa drengi?" Dóra og Signý fóru að skellihlæja. ,,Var þetta allt ferðalagið? Komið þið ekki með perlurnar? Þið eruð hug- aðir." Ragnar litli fór að skilja hvað um var að vera. ,,0, ræflarnir!" sagði hann. Árni og Birgir óskuðu að þeir væru komnir langar leiðir burtu. ,,Við skulum ekki gera þetta aftur," stundi Birgir. ,,Ef þið reynið að strjúka aftur, getur verið að ég sendi ykkur til Ameríku. Og ykkur langar sjálfsagt ekki til þess," sagði Friðrik. Þeir struku heldur ekki oftar. En Dóra og Signý stríddu þeim óspart. Þeim fórst — þessum stelpum. Árna og Birgi kom saman um að setja salt í súkkulaðið og pipar í sykurinn, næst þegar þær héldu brúðuveislu. (Þýtt). Sekir eða saklausir' — Ég talaði við Englending í gær í þrjár klukkustundir, og hann skildi mig, þó ég kynni ekki eitt orð í ensku. — Hvaða vitleysa! — Jú. Hann kunnu nefnilega íslensku. — Er hann Nonni kominn heim úr skólanum? — Já, það held ég, því ég sé, að kötturinn er flúinn inn undir rúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.