Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 11

Æskan - 01.01.1980, Side 11
Þú ferð inn um dyrnar á hökunni á honum, og síðan er galdurinn sá að finna rétt göng frá höku að nefbroddi. Sekir eða saklausir! lokað. Og það var heppni, því að annars hefðu þeir séð mann læðast framhjá skemmunni. Þessi maður var Friðrik frændi þeirra. Hann hespaði hurðina að utan og gekk heim. Drengjunum gekk illa að sofna. Þeir þóttust heyra allra handa undarleg hljóð. Birgir vaknaði snemma og reis á fætur. Hann gekk að dyrunum og ætlaði út. Þá fann hann að þær voru lokaðar að utan. Hann vakti Árna í ofboði. Þeir skildu ekkert í þessu og þeim var ómögulegt að opna. Seinast fóru þeir að kalla á Maríu, í þeirri von, að hún væri komin á fætur og heyrði til þeirra. María — María — góða María! Enginn kom. Var hún orðin heyrnarlaus? Þeir lömdu hurðina með spýtu. Enginn heyrói. ,,María — María.“ Birgir tók stærðar staur og lét höggin dynja á hurðinni. Allt í einu opnaðist hurðin. Og í dyrunum stóðu Friðrik frændi„Dóra, Signý og Ragnar. ,,Því eruð þið hér?" spurði Friðrik. ,,Eruð þið ekki farnir?" spurði Signý undrandi. ,,Eruð þið með lömbin?“ kallaði Ragnar. ,,Eruð þið búnir að vera hér lengi, drengir mínir?" spurði Friðrik. Birgir stamaði: ,,Vió — við vorum að koma.“ „Hvaðan? Hvar hafið þið verið í nótt?“ ,,Við vorum úti í skógi — langt uppi í fjöllum. Svo komu ræningjar — Birgir þagnaði. „Ætlið þið þá ekki til Ameríku?" spurði Friðrik. Drengjunum varð bilt við. ,,Þið segið, að ræningjar hafi ráðist á ykkur.“ ,,Ja-á.“ Og þið eruð nýkomnir, segið þið. Það er undarlegt. Ég heyrði þrusk hérna inni í skemmunni í gærkvöld, svo að ég lokaði. Og dyrnar eru lokaðar enn, núna þegar ég kom að þeim.“ ,,Það er líka einkennilegt," hélt Friðrik áfram, ,,að hann Tómas smiður kom hérna seint ígærkvöld og hann sagðist hafa séð tvo stráka ískóginum, sem hefðu flúið, eins og þeir hefðu séð óargadýr, þegar þeir sáu hann. Þið hafið líklega ekki séð þessa drengi?" Dóra og Signý fóru að skellihlæja. ,,Var þetta allt ferðalagið? Komið þið ekki með perlurnar? Þið eruð hug- aðir.“ Ragnar litli fór að skilja hvað um var að vera. „O, ræflarnir!" sagði hann. Árni og Birgir óskuðu að þeir væru komnir langar leiðir burtu. ,,Við skulum ekki gera þetta aftur," stundi Birgir. ,,Ef þið reynið að strjúka aftur, getur verið að ég sendi ykkur til Ameríku. Og ykkur langar sjálfsagt ekki til þess,“ sagði Friðrik. Þeir struku heldur ekki oftar. En Dóra og Signý stríddu þeim óspart. Þeim fórst — þessum stelpum. Árna og Birgi kom saman um að setja salt í súkkulaðið og pipar í sykurinn, næst þegar þær héldu brúðuveislu. (Þýtt). — Ég talaði við Englending í gær í þrjár klukkustundir, og hann skildi mig, þó ég kynni ekki eitt orð í ensku. — Hvaða vitleysa! — Jú. Hann kunnu nefnilega íslensku. — Er hann Nonni kominn heim úr skólanum? — Já, það held ég, því ég sé, að kötturinn er flúinn inn undir rúm. 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.