Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 24

Æskan - 01.01.1980, Page 24
Þann 24. nóvember sl. frumsýndi Þjóðleikhúsið nýtt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikrit þetta er tilraun höfundar til að kenna börn- um að skilja þá fullorðnu. Erfiðleikar barnanna eru oftast sprottnir af erfið- leikum hinna eldri. Er reynt í leikritinu að hafa atburðarásina lifandi og fjör- uga og er ekki að sjá annað en það hafi tekist mjög vel. Leikritið er ekki skrifað fyrir ákveðinn aldursflokk barna, en flest börn munu finna þar eitthvað við sitt hæfi. Yfir 20 börn taka þátt í sýningunni og er það yngsta aðeins 6 ára en elsti leikarinn er Ævar Kvaran. Hann leikur yngsta barnið sem er í kerru. Hlutverk barnanna eru flest mjög stór, en mest af textanum mæðir þó á þremur leik- urum, þeim Sigurði Skúlasyni og Randver Þorlákssyni sem leika tvo litla (eða öllu heldur stóra) bæjar- stráka og Guðrúnu Þórðardóttur. Unglingarnir eru eina fólkið í leikritinu sem er nokkurn veginn á réttum aldri, en Guðrún leikur stærsta unglings- hlutverkið. Börnin sem koma fram í þessum skemmtilega leik eru öll úr skólum borgarinnar og eru á ýmsum aldri. Áreióanlega eiga margir eftir að brosa OVITAR að tiltækjum fullorðna fólksins, sem leikur börn, og barnanna sem leika hina fullorðnu. Höfundur og Þjóðleik- húsið eiga þakkir skildar fyrir að færa upp þetta skemmtilega leikrit í lok barnaársins. Guðrún Helgadóttir, höfundur leik- ritsins ,,Óvitar“, er fædd í Hafnarfirði og ólst þar upp, elst af tíu systkinum. Fyrsta bók hennar var Jón Oddur og Jón Bjarni, sem kom út árið 1974. Árið 1975 kom svo Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og árið 1976 var gefin út bókin í afahúsi. Páll Vilhjálmsson kom út 1977, en Guðrún hafði þá um tveggja vetra skeið skrifað textann fyrir Sirrý og Palla í Stundinni okkar í sjónvarpinu. Það eru fleiri en íslensk börn sem fá tækifæri til að kynnast bókum Guðrúnar, því bókin um Jón Odd og Jón Bjarna hefur komið út á dönsku og finnsku og er væntanleg á hollensku og fleiri tungumálum innan tíðar. Guðrún Helgadóttir hefur gert fleira en að skrifa fyrir börn. Hennar aðal- starf er að vera deildarstjóri í Trygg- ingastofnun ríkisins auk þess sem hún er fulltrúi í borgarstjórninni í Reykjavík og þingmaður. Hún á fjögur þörn. 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.