Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1980, Page 36

Æskan - 01.01.1980, Page 36
íslensk frímerki 1979 Upplag síðustu merkja ársins 1978 Um leið og póststjórnin sendi út tilkynningu sína, greindi hún frá upplagi 1.000 kr. merkisins í nóvember með mynd af Hraunteigi, en það er 1 milljón. Slysavarnafélags- merkið (60 kr.) kom út í 2 milljónum eintaka, Reykja- nesviti (90 kr.) í jafnstóru upplagi og Halldór Her- mannsson (150 kr.) í 1 milljón eintaka. Verður ekki annað séð en póststjórnin hafi hér farið nokkuð hóflega í sakirn- ar. Fyrstu frímerki ársins komu út 30. apríl og voru það tvö svokölluð Evrópumerki. Út- gáfunúmer er 184. Verðgildin eru tvö: 110 kr. með mynd af gömiu símtæki og 190 kr. með póstlúðri og pósttösku. Hefur Þröstur Magnússon auglýsingateikn- ari teiknað frímerkin, en þau eru prentuð í Sviss með sól- prentunaraðferð svokallaðri. í auglýsingu póststjórnar- innarsegirsvo: • w w w w w w w V w w w w w w » ÍSLAND 190 : [ ár er þess minnst, að tutt- ugu ár eru liðin síðan Evr- ópusamráð pósts og síma, CEPT, var stofnað. Þá var m. a. ákveðið að leggja til við aðildarlöndin að þau skyldu gefa út frímerki einu sinni á ári, svonefnt Evrópufrímerki, með sameiginlegu myndefni. Á þessu ári kemur því út tutt- ugasta útgáfa Evrópufrí- merkjanna. Af því tilefni verða gefin út í hverju aðildarlandi fyrir sig frímerki úr sögu pósts- og símaþjónustu. Póst- og símamálastofnun- in gefur út að þessu sinni tvö merki, annað er sýnir tal- símatæki eins og var í notkun hér á landi fyrir síðustu alda- mót og hins vegar lúður og pósttösku frá fyrri tímum. Næstu tvö frímerki komu svo út 3. júlí og eru þau úr flokknum „Merkir íslending- ar“. Teiknari merkjanna er Þröstur Magnússon auglýs- ingateiknari. Frímerki þessi munu vera prentuð í Frakk- landi og eru myndirnar á þeim af tveim merkum konum. Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri og alþingismaður fæddist 14. desember 1867 á Þingeyri við Dýrafjörð. For- eldrar hennar voru Hákon Bjarnason kaupmaður og kona hans Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir. Frá unga aldri hafði hún lagt mikið kapp á að afla sér sem mestrar þekk- ingar. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1882. Framhaldsnám stundaði hún í Kaupmannahöfn um skeið og kynnti sér síðar skólahald í Þýskalandi og Sviss. Eftir heimkomuna gerðist hún kennari við Kvennaskólann í Reykjavík og skólastjóri varð hún 1906 og gegndi því til æviloka 30. október 1941. Hún varð formaður Landspít- alasjóðsnefndar 1915. Al- þingismaður var hún frá 1923—1930 og var fyrsta ís- lenska konan er sat á Alþingi. í menntamálaráði og Lands- þankanefnd var hún um skeið. Torfhildur Hólm skáldkona var fædd 2. febrúar 1845 á Kálfafellsstað í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ein- arsson prestur þar og kona hans Guðríður Torfadóttir. Hún var við nám í Reykjavík og Kaupmannahöfn og giftist 1874 Jakobi Hólm verslunar- stjóra á Skagaströnd. Árið 1876 fór hún til Kanada og dvaldi þar í 13 ár, en sneri þá til íslands alkomin og settist að í Reykjavík. Hún gaf út ársritið ,,Draupni“ og barna- blaðið ,,Tíbrá“ svo og mán- aðarblaðið ,,Dvöl". Hún skrá- setti munnmælasögur eftir vesturförum: „Þjóðsögur og sagnir". Torfhildur Hólm helgaði sig sagnagerð og hún varð fyrst til að rita sögulegar skáldsögur á íslandi, jafn- framt er hún fyrsta íslenska konan, sem hafði ritstörf að atvinnu. Hún andaðist 14. nóvember 1918. Þessi frímerkjaútgáfa er númer 185. Framhald. 30

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.