Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1980, Side 25

Æskan - 01.01.1980, Side 25
VINNUÞRÆLKUN BARNA Árið 1979 var helgað málefnum barna í 162 löndum. Því miður hefur Barnaárið ekki orðið til þess að kjör barna bötnuðu, þar sem þörfin var mest. Nýlega hefur Alþjóða vinnumála- stofnunin, ILO (International Labour Organization) birt skýrslu og sent Sameinuðu þjóðunum, um vinnu- þrælkun barna í 10 þjóðlöndum í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og Suð- ur-Evrópu. Niðurstöður rannsókna ILO eru hörmulegri en búist var við, en í Ijós kom, að meira en 55 milljónir barna undir 15 ára aldri búa við vinnuþræl- dóm, og þar með brotin á þeim lög, sem sett voru af Alþjóðavinnumála- stofnuninni árið 1973 og áttu að taka fyrir vinnu allra barna innan 15 ára aldurs. Þar sem það er ólöglegt að hafa börn innan 15 ára í vinnu, má búast við, að ekki hafi öll kurl komið til graf- ar í þessum efnum og fjöldi barnanna sé talsvert meiri. I allflestum tilfellanna, vinna börnin kauplaust, eða fyrir sáralitlum laun- um. Á meðal þess, sem menn komust að var eftirfarandi: l Indiandi eru börn allt niður í 5 ára aldur, látin vinna í eldspýtnaverk- smiðjum í 16 klst. á dag, hefja jafnvel vinnu kl. þrjú aö nóttu. Það er vitað að tala þessara barna er yfir 20 þúsund. I Kolombiu eru þrjár milljónir barna vinnandi, sum jafnvel í dimmum, loft- lausum kolanámum. Á Taiwan eru börn 12—15 ára eft- irsóttasti vinnukrafturinn í verksmiðj- unum, sem framleiða leikföng til út- flutnings handa börnum í öðrum löndum. I Hong Kong eru telpur innan 14 ára aldurs, með grannar og liprar hendur, eftirsóttar til vinnu á verkstæðum, sem framleiöa vasatölvur. Margar Þeirra hafa orðið fyrir vinnuslysum og misst við það fingur. f Marokko eru telpur undir 12 ára aldri látnar vinna í teppaverksmiðjum, kauplaust, kallaðar lærlingar og látið svo heita, að þær fái fría kennslu. Vegna þess, að lög landsins kveða svo á, að sérhver, sem orðinn er 12 ára eigi heimtingu á kaupi, er telpun- um sagt upp, þegar þær hafa náð þeim aldri og yngri teknar í staðinn. Og svo eru það löndin nær okkur, í Evrópu: í Grikklandi loka menn augunum fyrir þeirri vitneskju, að þar er enn við líði vinnuþrælkun barna á ýmsum sviðum í iðnaði og byggingarstörfum. Á ítalíu tíðkast það enn, að skó- Vegna þess að þræðlrnir í þeim eru svo sterkir og þola svo mikla sveigju, án þess að brotna. Styrkleikinn er mældur með kílómetrafjöld- anum, sem þráðurinn getur borið sig uppi án þess að siitna. Nylonþráðurinn þolir 48—49 kílómetra haf, og er það ekki miklu meira en ekta silkiþráður. En sveigjuþolið er afar mikið. Það er miðað við það hve oft má beygja þráðinn og rétta úr honum aftur. Nylonþráðurinn þolir þessa beygju 244.444 sinnum eða þrefalt oftar en ekta silki. En gervisilki framleiöendur láta vinna hluta af skó- gerð sinni úti í sveitum, á litlum verk- stæðum þar sem börn vinna fyrir sultarlaunum. Niðurstöður af þessum athugunum ILO eru þær, að á sjálfu ári barnsins, hefur vinnuþrælkun barna aukist um 20% og jafnvel búist við meiri aukn- ingu í náinni framtíð. ö> > o > (A w (0 X. O (A “I D) >> 0) C > — (A « >- (0 0) "D X S brotnar eftir 7500 beyglngar. — Á myndinni sjást gervi- sokkarnir vera að koma úr 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.