Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 11

Æskan - 01.11.1980, Side 11
vitringanna Jólasaga eftir O’Henry E ™ inn dollar áttatíu og sjö cent. Það var allt og sumt. — Smáaurar nurlaðir saman með erfiðismunum — með því að prútta við kaupmanninn, grænmetissalann og slátrarann þangað til kinnarnar voru orðnar eldrauðar af blygðun yfir hinni þöglu ásökun um ágirnd og nísku. — Della taldi peningana þrívegis. — Einn dollar áttatíu og sjö. Og jólin voru á morgun. Það var bersýnilega ekki um annaó að velja en að fleygja sér endilangri á sófaræfilinn og skæla. Þess- vegna gerði Della það. Og af því má rökleiða þá kenn- ingu, að lífiö sé kjökur, grátur og bros, en gráturinn þó fyrirferðarmestur. Meðan húsfreyjan færðist hægt af fyrsta stiginu á annað, skulum við renna augunum yfir þetta heimili. íbúð leigð með húsgögnum fyrir átta dollara á viku. Hún var ekki beinlínis þannig að henni yrði ekki með orðum lýst, eins og sagt hafði verið í auglýsingunni til þess að lokka húsgagnaleysingjana. i ársalnum niðri var póstkassi, sem ekki var hægt að stinga bréfi í, og rafmagnsbjalla, sem engin mannleg vera gat náð hljóði úr. Auk þess var þarna nafnspjald og á það prentað nafnió ,,James Dillingham Young." Nafnið Dillingham hafði státað á spjaldinu á fyrra vel- gengnisskeiði þegar eigandi þess vann fyrir 30 dollurum á viku. En núna eftir að tekjurnar höfðu gengið saman og orðið 20 dollarar virtust bókstafirnir í ..Dillingham" hafa máðst, alveg eins og þeir væru að hugsa um að hnipra sig saman í hógvært og yfirlætislaust D. En ávallt þegar James Dillingham Young kom heim í íbúðina sína þarna uppfrá, var hann kallaður Jim og faðmaður með ákefð af frú James Dillingham Young , sem þegar hefur verið kynnt lesandanum sem Della. Og það er allt harla gott. Dellagrét útog strauk andlitið með farðadúskinum. Nú stóð hún í glugganum og horfði eins og í leiðslu á gráan kött, sem æfði jafnvægislistir á grárri girðingu í gráu húsþorti. Á morgun voru jólin og hún átti ekki nema 1,87 til að kaupa gjöf handa Jim. Mánuðum saman hafði hún sparað hvert hugsanlegt cent og þarna var árangurinn. Tuttugu dollarar á viku sjá skammt. Útgjöldin voru meiri en hún hafði áætlað. Þau voru það alltaf. Aðeins 1,87 til að kaupa gjöf handa Jim fyrir! Jim hennar. Hve marga ánægjustund hafði hún ekki átt við að útmála fyrir sér allt það fallega, sem hún ætlaði aó kaupa handa Jim. Eitt- hvað glæsilegt úrvalsfínt, eitthvað sem nálgaðist að vera verðugt þess að Jim ætti það. Langspegill hékk milli glugganna í stofunni. Kannske þérhafióséð slíkanspegil íáttadollara íbúð?Mjög grönn nú varð hún að ganga um öll sjúkraskýlin í eftirlitsferö, áður en hún gat sjálf gengið til náða. Með lítinn olíu- lampa í hendinni gekk hún eftir myrkum göngunum til þess að lagfæra púðana og færa sjúklingunum vatns- sopa og kannski þurfti „konan með lampann", eins og allir voru farnir að kalla hana, líka að segja hughreyst- andi orð til deyjandi sjúklinganna. Svona gekk það nótt aftir nótt, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þegar hún hafði verið í Skutari til maí 1855, og hafði á þeim tíma hjúkrað 41.000 sjúklingum, ákvað hún að færa sjúkraskýlin á sjálfan Krím-skagann, þar sem styrjöldin var háð. En hún var aðeins nýkomin þangað er hún fékk „Krím-hitasóttina“ og var hún þá undireins flutt aftur til Skutari, þar sem hún dvaldist alveg þar til áhlaupið á Sebastopol 8. september 1855 batt enda á stríðið. 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.