Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 32

Æskan - 01.11.1980, Side 32
Það var glaða sólskin og vorblærinn þaut í ungu limi gamla trésins sem stóð hátt uppi á grænum flötunum ofan við ána sem rann um dalinn. Tréð sá yfir víða vegu enda orðið hátt og stofn þess gildur, fjallahringinn breiðan og bláan og hafið vítt og breitt úti við sjóndeildarhringinn. Þetta stóra tré var aldineik sem stóð á flötunum, hún hafði séð kynslóðir koma og fara gamla vegarslóðann sem lá um grundina niður við ána þar sem menn og hestar höfðu markað spor sín. Fjöldi fugla var þegar kominn heim til gömlu hreiðr- anna sinna í limi eikarinnar og sungu nú glatt allan sumarlangan daginn og áttu annríkt við hreiðurgerð sína. Þeir sungu um ástina sem gagntók hjörtu þeirra og fegurð jarðarinnar sem allsstaðar blasti við. ,,Ó blessað vorið," hvíslaði eikin fagnandi, sem á hverju vori fannst hún vera orðin ung aftur í upprisu gróðursins. Hún var heilluð af bláu fjöllunum í fjarska og horfði á eftir fuglunum þreyta flug sitt upp yfir fjöllin háu og gat aðeins látið sig dreyma hvað handan þeirra byggi. Gömul kona gekk hægt gamla slóðann. Hún ætlaði að hvíla sig í skugganum undir limi eikarinnar eins og ávallt þegar hún fór hjá. Aldna tréð mundi hana unga telpu á ferð með foreldr- um sínum inn dalinn. Þá hljóp hún glöð og skrafhreifin um vellina og tíndi blóm. Það mundi hana vaða út í ána og koma hlaupandi og detta dauðþreytta út af undir limi sínu og soína, það mundi foreldra hennar halla sér upp að stofni sínum. Gamla tréð mundi svo margt, það hafði séð menn koma og fara. Það saknaði þeirra sem hvílt höfðu undir limi þess og það aldrei séð aftur. Nú hvíldist gamla konan í skugganum undir eikinni, þær hlustuðu nú báðar á nið árinnar þar sem hún brun- aði til hafs og á söng fuglanna sem þutu fram hjá þeim. Eikin minntist einnig þessarar gömlu konu þegar hún í blóma lífs síns sat þar sem hún hvíldi sig núna og vafði unnusta sinn ástarörmum löngum stundum — síðan fór eikin að sjá hana eina; hún sá ekki unga manninn framar í fylgd með ungu stúlkunni og eikin varð hrygg og undr- andi, en síðan voru liðnir margir áratugir. Það var farið að halla degi þegar gamla konan hélt af stað inn dalinn til ættingja sinna. Eikin hefði viljað vefja gömlu vinkonu sína limi sínu þar sem hún fylgdi henni eftir inn dalinn. Fuglarnir lækkuðu róminn, áin hægði á sér, öll náttúr- an bjó sig undir hvíld næturinnar. Marga bjarta sumarnóttina vakti gamla tréð. Það vildi njóta friðarins sem ríkti í dalnum þegar öll náttúran hvíldi í faðmi bjartrar sumarnæturinnar og sólin settist við hafsbrún. Hafið var þá spegilslétt, hver alda blundaði undir rauðgullinni kvöldsólarblæjunni. Þá var það eitt slíkt sumarkvöld að ókunnur fugl mó- brúnn að lit kom fljúgandi og settist á eina grein eikar- innar. Það var eins og titringur færi um tréð og fögnuður og gleði læsti sig um hverja grein og fuglinn hóf að syngja undurfagurt. Öll náttúran hlustaði hugfangin. Það bærðist ekki blað og enginn fugl tók undir heldur hneigðu þeir höfuó sín hugfangnir. Þessi ókunni fugl var þó ekkert skrautlegur eins og svo margir fuglar sem heimsótt höfðu tréð, þessi móbrúni 30

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.