Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 60

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 60
1 Kóngulóin Gömul helgisaga Eins og allir vita, fyrirskipaði Heródes að lífláta öll sveinbörn, svo að hann gæti náð til Jesú. En Jósef hafði verið aðvaraður í draumi og flýði með Maríu og Jesú- barnið til Egyptalands. Þegar Heródes heyrði það, sendi hann þegar hermenn til að leita þeirra. Og af því að hermennirnir höfðu góða hesta, en Jósef vargangandi með Maríu, getið þið skilið, að fljótt dró saman með þeim. Þegar þau Jósef og María sáu hættuna nálgast, földu þau sig í afskekktum helli við veginn. Þar ætluðu þau að bíða, þar til hermennirnir væru farnir fram hjá. Það leið þó stutt stund, þar til tveir hermenn komu að hellis- dyrunum. ,,Hér hafa þau eflaust falið sig," sagði annar þeirra. „Kveiktu á blysunum, við skulum rannsaka hellinn." Jósef og María urðu auðvitað mjög óttaslegin, er þau heyrðu þetta, en svo svaraði hinn hermaðurinn hlæj- andi: ,,Nei, hér geta þau ekki verið. Sjáðu bara. Inngangin- um er lokað með kóngulóarvef. Hvernig heldurðu að þau hefðu getað komist inn án þess að slíta vefinn? Menn þurfa aðeins að hugsa, þá sparar það bæði tíma og áreynslu." ,,Þú hefur rétt að mæla," sagði hinn hermaðurinn. ,,Hér hafa þau ekki getað falið sig." vSvo keyrðu þeir hestana sporum og hurfu. Undrandi og ánægt skreið flóttafólkið aftur út í sól- skinið. Þá lyfti Jesúbarnið hendinni og blessaði kóngu- lóna, sem hafði spunnið vef sinn fyrir innganginn á ör- skammri stundu og meó því gabbað leitarmennina. Og sjá. Þegar kóngulóin kom í Ijós kom tákn hins heilaga kross fram á baki hennar! Enn þann dag í dag ber kóngulóin þetta heiðursmerki. Margir telja hana gæfudýr, og í net sitt veiðir hún að minnsta kosti flugur og skordýr, sem an.nars mundu angra menn og dýr á sumrin. Þýtt. JÓLASVEINN ÚR LEIR Eins og þið ef til vill vitið, þá fæst núorðið leir til að móta og sem ekki þarf að brenna í ofni á eftir. Þetta er hinn svonefndi „Das-leir“ og fæst víða í föndurbúðum. Þennan jólasvein, sem þið sjáið hér er hægt að forma í mörgum hlutum og þrýsta þeim svo saman. Best er að gera undirstöðuna fyrst og setja grautarskálina og bol ásamt fótum fast. Stærðina á sveinka getið þið haft að vild, en látið líða nokkra daga, áður en þið farið að „fínpússa" hann og mála. — 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.