Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 13

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 13
sem skrópar. Hún horfði lengi, vandlega og rannsakandi a sjálfa sig í speglinum. .,Ef Jim drepur mig ekki áður en hann lítur á mig," sagði hún vió sjálfa sig, ,,þá segir hann að ég líti út eins °9 söngstelpa frá Coney Island. En hvað átti ég að gera — ó, hvað átti ég að gera úr því að aleigan var ekki nema ' 1 dollar og 87 cent?" Klukkan sjö sauð kaffið, og pannan stóð á eldavélinni, heit og viðbúin að taka við kótelettunum. Jim kom aldrei of seint. Della lagði festina tvöfalda í iófann á sér og settist við dyrnar íhorninu. Nú heyrði hún fótatak hans niðri og sem snöggvast náfölnaði hún. Hún hafði það fyrir vana að biðja ofurlitla bæn í hljóði, hvað iitið sem um var að vera, og nú sagði hún. ,,Góði guð, iáttu honum finnast að ég sé lagleg, eins og áður." Dyrnar opnuðust og inn kom Jim og iokaði á eftir sér. Hann var þreytulegur og alvarlegur. Veslingurinn — hann er ekki nema tuttugu og tveggja — og bar ábyrgð á heimili. Hann gekk hanskalaus og veitti ekki af að fá eýjan frakka. Jim stóð innan við dyrnar, hreyfingarlaus eins og veiðihundur sem erað miða áhlaup. Hann starði fast á Dellu, og það var eitthvað í augnaráði hans sem Della gat ekki túlkað, en sem gerði hana hrædda. Það var ekki reiði, ekki heldur undrun eða vanþóknun eða skelfing, eða nein þeirra kennda, sem hún hafði búist við. Hann hafði bara starað á hana með þessum einkennilega svip. Della renndi sér niður af borðshorninu og gekk til hans. ,,Elsku Jim" sagði hún, ,,horfðu ekki svona á mig. Ég klippti af mér hárið og seldi það, því að ég gat ekki hugsað mér jólin án þess að gefa þér einhverja gjöf. Það sprettur aftur — þú ert vonandi ekki reiður? Ha? Ég mátti til að gera það! Hárið mitt vex svo fljótt. Segðu ,,Gleðileg jól!" Jim, og látum okkur vera glöð. Þú veist ekki hve Ijómandi fallega gjöf ég hef handa þér." ,,Þú hefur klippt af þér hárið," sagði Jim með erfiðis- munum, eins og hann gæti ekki skilið þetta þó að hann reyndi. ..Klippt og selt það," sagði Della. ,,Er ég ekki eins góð eftir sem áður. Ég er sama manneskjan þó að hárið sé styttra." Jim horfði spyrjandi kringum sig. ,,Þú segir að hárið þitt sé farið," sagði hann og leit kindarlega kringum sig. ,,Já, þér þýðir ekki að gá að því," sagði Della. ,,Ég hef selt það, heyrirðu þaó — selt það. Það er aðfangadagur í dag, væni minn. Láttu þér þykja vænt um mig, ég gerði það þín vegna. Það kann að vera hægt að telja hárin á höfði mér," hélt hún áfram og varð nú allt í einu alvarleg, >,en það er ekki hægt að meta ást mína til þín. Á ég að steikja kóteletturnar strax, Jim?" Það var eins og Jim vaknaði af dvala. Hann faðmaði Dellu sína. Við skulum athuga annað í hljóði svo sem tíu sekúndur. Átta dollara á viku eða milljón á ári — hver er ÞRIR JOLASVEINAR Hér standa þrír jólasveinar. Þeir eru númeraðir, og spurningin er: Hver þeirra kemst til hússins, nr. 1, nr. 2 eða nr. 3. munurinn? Stærðfræðingurinn eða gáfnaljósið mun svara ranglega. Vitringarnir frá Austurlöndum færðu dýrar gjafir, en þessi gjöf var ekki þar á meðal. Þessi torráðna staðhæf- ing verður skýrð síðar. Jim dró böggul upp úr frakkavasanum og fleygði hon- um á borðið. ,,Þú mátt ekki misskilja mig, Della," sagði hann. ,,Ég held ekkí að það sé neitt skylt við hárklippingu eða rakstur eða hárþvott, sem gæti komið mér til að þykja minna vænt um stúlkuna mína. En ef þú vilt opna þennan böggul, þá skilurðu kannske hversvegna ég varð svona agndofa." Hvítir, liprir fingur slitu seglgarnið af bögglinum. Svo heyrðist hrifningaróp og svo — breyttist það í kvein og tár og grát, svo að húsbóndinn varð að taka á öllum sínum huggunarkrafti. Því að þarna voru hárkambarnir, sem Della hafði svo lengi dáðst að í búðarglugganum á Broadway. — Ljóm- ar:di fallegir kambar, ekta skjaldbökuskel með steinum á jaðrinum, einmitt liturinn sem hæfði svo vel hárinu hennar horfna. Hún vissi að þetta voru dýrir kambar og hún hafði ágirnst þá í huganum, án þess að gera sér von um að eignast þá nokkurntíma. Og nú átti hún þá, en lokkarnir sem þeir áttu að prýða voru horfnir. En hún þrýsti þeim að brjósti sér og loks gat hún brosað gegnum tárin og sagt:,,Hárið á mér vex svo fljótt, Jim!" Og svo spratt hún upp eins og köttur sem hefur brennt sig og hrópaði: 0, ó! Jim hafði ekki séð fallegu gjöfina, sem hann átti að fá, ennþá. Hún rétti honum hana í opnum lófanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.