Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 12

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 12
JÓLIN: HÁTÍÐ LJÓSSINS, GLEÐINNAR OG FRIÐARINS Boðskapur jólanna er: Ljós, gleði og friöur á jörðu. Ljós, gleði og friður. Er það ekki þaö, sem allir menn þrá? Maðurinn er í eóli sínu myrkfælinn. Hann óttast myrkur, en þráir Ijós. Jesús kom meö Ijósið í heiminn, þess vegna er fæðingarhátíð hans Ijóssins hátíð. Viö eigum enn í dag í baráttu við margskonar böl og myrkravöld. Áfengisnautnin er eitt af þessu böli, og hún leiðir sorg og myrkur yfir mannheim. Jafnvel jólaljósiö reynir hún að slökkva. Minnumst þess, að áfengisneyslu fylgir myrkur og sorg. Spillum ekki jólagleóinni. Verið bindindismenn um jólin. Biðjum þess af hjarta, að jólin, sem við erum nú að fagna, megi flytja okkur sem mesta gleði og jólaljós. Þegar maðurinn nálgast guð, Ijómar jólaljósiö, sem aldrei slokknar. og liðug manneskja getur gert sér nokkurnveginn hug- mynd um vaxtarlag sitt með því að skoða sína eigin mynd í röð af lóðréttum spegilrákum. Della, sem var grönn, gat þetta. Allt í einu sneri hún sér frá glugganum og stóð nú fyrir framan spegilinn. Eitthvað gljáði fyrir augum hennar en andlitið hafði misst allan lit á tuttugu sekúndum. Hún losaði um hárið á sér í flýti og lét það falla niður á heröarnar. Nú var það tvennt, sem þau hjónin voru ákaflega hróðug af. Annað var gullúr Jims, sem faðir hans og afi höfðu átt. Hitt var hárið á Dellu. Hefði drottningin af Saba átt heima hinumegin við húsgarðinn mundi Della hafa hengt hárið á sér til þerris út í gluggann einn góðan veðurdag til þess að svipta Ijómanum af skarti og dýr- gripum hennar hátignar. Ef Salómon konungur hefði verið húsvöróur þarna í byggingunni, með alla fjársjóð- ina í kjallaranum, hefði Jim ekki þurft annað en taka upp úrið sitt til þess að gera hann grænan af öfund. Og nú liðaðist hár Dellu niður eftir henni, eins og foss úr gullnu vatni. Það náði henni niður fyrir hné og sveip- aðist um hana nærri því eins og skikkja. Og svo setti hún það upp aftur, í flýti og óðagoti. Sem snöggvast var eins og henni féllist hugur og hún stóð agndofa en tár hrundi niður á gamlan og slitinn gólfdúkinn. Hún dreif sig í gamla brúna jakkann og setti á sig gamla hattinn. Með pilsin flagsandi og augun jafn tindr- andi og áðursveif hún út úr dyrunum og niður stigann og út á götuna. Þar sem hún nam staðar hékk skilti: ,,Frú Sofronie — Hár selt og keyptl'‘ Della þaut upp tröppurnar og nam svo staðar til að kasta mæðinni. „Viljið þér kauþa hárið mitt?" spurði Della. ,,Ég kaupi hár,“ sagði frúin. ,,Takið þér af yður hattinn og lofið mér að líta á það." Gullinn hárflaumur liðaðist niður herðarnar. „Tuttugu dollara!" sagði frúin og vó hárið í æfóri hendi sér. „Flýtið þér yður og látið mig fá þá,“ sagði Della. Næstu tveir tímarnir liðu eins og hún svifi á rósrauðum vængjum. Gleymið þessari þvældu samlíkingu. Hún leit- aði í búðunum til að finna gjöf handa Jim. Loks fann hún nokkuð. Hlut er hlaut að hafa verið gerður handa Jim og engum öðrum. Hans líki fannst ekki í neinum hinna búðanna og þó hafði hún leitað vel þar. Þetta var platínufesti, einföld en stílhrein gerð, og verð hennar lá í málminum en ekki neinu flúri — en þannig á allt gott að vera. Festin hæfði jafnvel úrinu. í sama augnabliki og hún sá hana fann hún að þessa festi átti Jim að eiga. Hún var svo lík honum. Látleysi og gæði. Tuttugu og einn dollar varð hún að láta í skiptum fyrir festina, og nú flýtti hún sér heim með 87 centin, sem hún átti afgangs. Með svona fína festi gat Jim leyft sér að gæta að hvað klukkan væri, í hverju fínu samkvæmi sem vera skyldi. En þó að úrið væri kjörgripur, þá hafði hann jafnan litið á það í laumi, vegna þess hveð leðurreimin á því var óá- sjáleg, sem hann notaði fyrir festi. Þegar Della kom heim lægðist hugaræsing hennar nokkuð, svo að hún gat hugsað nokkurnveginn rólega og skynsamlega. Hún tók fram hárliðunartöngina og kveikti á gasinu og fór að reyna að lagfæra skemmdirnar, sem hlotist höfðu af gjafmildi hennar. Og þaö er ávallt mikið verk, vinir mínir — stórkostlegt verk.. Eftir 40 mínútur var höfuð hennar alþakið smáum hrokknum liðum, svo að hún var unaðslega lík skólastrák 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.