Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 70

Æskan - 01.11.1980, Qupperneq 70
RENNIFLUGA I RENNIFLUGA Á ÍSAFIRÐI Fyrsta íslenska renniflugan var smíöuð af þeim bræðrum Geir og Indriða Baldurssonum. Smíðastaður var að Hverfisgötu 88 (og í portinu við húsið). Smíðin hófst fyrripart sumars 1930. Engar teikningar voru til heldur varfarið eftir myndum af öðrum flugvélum. Grindin var öll úr viði (furu); vængir og stél klætt með hörlérefti, sem síðan var lakkborió. Smíðinni lauk í febrúar 1931, og þá var flugan reynd á Tjörninni í Reykjavík. Hún var- dregin af Ford árg. 1928 (bílstjóri Björn V. J. Gíslason). Bíllinn náði ekki nógu mikilli ferð á ísnum, svo að flugan aðeins skoppaði eftir ísnum, en náði ekki flugi. Flugunni stýrði Helgi S. Eyjólfsson. Síðar var flugan reynd á Rauðavatni. Flugmaður þá var Bergur G. Gíslason. Hún var dregin á loft af bíl (bílstj. Björn Gislason og einnig Páll Sigurðsson á öðrum bíl). Náðist góöferð og flugan fórá loft, en stakkst út á hlið og á nefið. Flugan brotnaói mikið, en Bergur slapp ómeidd- ur. Ástæðan fyrir lakri flughæfni þessarar renniflugu var of stuttir vængir. BBBBHia&ataigigiaigiaigBnaigiaa Veturinn 1931 —32 smíðaði Halldór Magnússon á ísa- firði renniflugu. Högni Helgason hjálpaði Halldóri framan af. Smíðin fór fram í tómum snjógeymi íshússins Jökuls, sem þá var nýbúið að fá frystivélar. Engar teikningar voru til að fara eftir, en byggt var á upplýsingum og myndum í alfræðibók. Flugan var öll úr viði (furu) og vængir klæddir með lérefti. Halldór fór eina ferð fram af skíðastökkpalli eða hengju, en flaug stutt, enda veðurskilyrði óheppileg. Sviptivindur braut annan væng flugunnar og skömmu síðar skemmdist hún einnig mikið við að grafast ífönn og var hún þá úr sögunni. Því miður er engin mynd til af þessari flugu. v Halldór (síðar prentari í Reykjavík) smíðaði ekki fleiri flugvélar, en hann smíðaði lausan væng (1933) sem nota mátti við skíðastökk. Tveir menn auk Halldórs notuðu hann og gekksæmilega, þótt varla væri um flug að ræða. Athugasemd: Hvað varðar myndir af væng Halldórs og myndir af fyrstu svifflugunum, vísast til Annála íslenskra flugmála 1931—1936. RENNIFLUGAII GRUNAN9 Bræðurnir Geir og Indriði Baldurssynir smíðuðu aðra renniflugu, nú eftir teikningu, sem Helgi S. Eyjólfsson færði þeim frá Kanada. Var hún líklegast af geróinni Zöglingen (eða Nordrup). Smíði hennar hófst 1931 að Hverfisgötu 88, en einnig var unnið að smíði hennar í tómri laug Sundhallarinnar. Smíðinni lauk 1936 og á þessa renniflugu fengu félagar Svifflugfélags íslands að æfa sig á meðan á smíði fyrstu renniflugu félagsins stóð (í húsi atvinnudeildar Háskólans og síðar í Þjóðleikhús- inu). Þeir Geir og Indriði höfðu umsjón með smíði þess- arar renniflugu Svifflugfélagsins, en annars unnu fé- lagsmenn sjálfir að verkinu. Þessari annarri renniflugu þeirra Geirs og Indriða var talsvert flogið í Vatnsmýrinni (skotið á loft með teygjum), og reyndist hún vel, enda smíðuð, klædd og lakkborin eftir kúnstarinnar reglum. (Myndina tók Ólafur Árnason í Vatnsmýrinni 1937). Þetta var fyrsta rennifluga Svifflugfélags íslands. Hún var smíðuð veturinn 1936—37 af félögum í Svifflugfé- laginu með aðstoð Geirs og Indriða Baldurssonar. Þessari renniflugu var allmikið flogið, en hún var tekin úr notkun 1940. Þessari svifflugu var fyrst flogið hér af Þjóðverjanum Ludwig 3. júlí 1938, en sama dag flugu henni íslending- arnir Björn Jónsson, Helgi Filippusson, Kjartan Guð- brandsson, Leifur Grímsson, Sig. Steindórsson og Haf- liði Magnússon. Flugtaksstaður var Sandskeið. ZÖGLING 35 56 ÆSKAN — Aldrei stendur verr í mönnum en þegar þeir verða að kyngja ummælum sínum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.