Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Síða 61

Æskan - 01.11.1980, Síða 61
 GRISIRNIR VINNA ÍÞRÓTTAMERKIÐ Úlfur litll kom dag nokkurn þjótandi inn til pabba síns og sagði: ,,Má ég taka þátt í kapphlaupinu um íþrótta- merkið?Vinir mínir, grísirnir þrír, ætla að hlaupa.“ Úlfljótur gamli leit gramur upp úr dagblaðinu. „Hvaða vitleysa er þetta? I minni fjölskyldu var það nú venjan að hnupla svona verðlaunamerkjum frá öðrum, en ekki að vera að hlaupa yfir stokka og steina til þess að eignast þau.“ ,,Ég gæti vel trúað, að grísirnir þrír yrðu fyrstir í þessu hlaupi. Þeir æfa upp á hvern dag!" sagði Úlfur litli. ,,No-no, ég held nú bara að þeir eigi það mér að þakka hve hratt þeir hlaupa, svo oft hef ég elt þá,“ svaraði Úlfljótur og hló. ,,En ég hleyp nú bara alveg eins hratt og grísirnir þrír. Lofaðu mér nú að taka þátt í þessu," sagði Úlfur litli og hringaði litla skottið sitt. Allt í einu fékk Úlfljótur áhuga á þessu: „Hvenær og hvar ætla þeir að keppa, grísirnir?" spurði hann. ,,Á þjóðveginum sem liggur fram hjá húsi Björns sterka. Og það fer fram eftir 2 daga eða á fimmtu- daginn," svaraði Úlfur litli. ,,Já, þú mátt reyna þetta hlaup og ég mun fylgjast vel með öllu, sem fram fer," sagði Úlfljótur. En með sjálfum sér hugsaði hann: „Allir þrír grísirnir verða þarna á veginum á sama tíma. Ef ég kem brunandi á eftir þeim, þá hef ég þá. En hvernig get ég brunað? Jú, ég fæ mér bifhjól, kraftmikið bifhjól með hliðarvagni." ,,Hæ! pabbi,“ hrópaði litli Úlfur daginn eftir. Þá kom Úlfljótur akandi heim á stóru mótorhjóli með hliðarvagni. ,,Hafðu ekki hátt um það drengur minn,“ sagði faðir litla Úlfs. ,,Ég fékk þetta hjól lánað í dálítið sérstökum tilgangi." ,,En hver á það?“ spurði litli Úlfur. ,,Ja, það veit ég nú eiginlega ekki, en vel að merkja, menn eiga ekki að skilja hjól sín svona ólæst eftir úti við þjóðveginn." Þegar Úlfur litli var farinn út að æfa fyrir hlaupið, tók faðir hans stórt skrúfjárn og skrúfaði hliðarvagninn af. En það var nú bara byrjunin. Hann náði sér í gamalt fiskinet og bjó til úr því eins konar poka, sem hann festi svo á rammann á hliðarvagninum. ,,Nú er hjólið orðið að nokkurs konar togara, nú er bara að afla vel í trollpok- ann. Þegar ég hef náð öllum þremur grísunum í netið, ek ég mjög hratt út á skógarstíginn og . . . ég segi ekki meira, en þið megið giska á hvað ég geri þarna inni í dimmasta skóginum." Síðan ók Úlfljótur þessu tog-bifhjóli sínu bak við nokkur stór tré, þar sem þau sáust ekki af veginum. Litla Úlfi létti, þegar hann kom heim og sá ekki hjólið — hélt þá aó pabbi hans hefði skilað því á sama stað og hann tók það. Það var fyrst morguninn eftir, að grun- semdir vöknuðu með Úlfi litla, þegar hann var að sækja brenni í eldinn og sá þá hjólið með netpokanum standa bak við trén. Mótorhjól með netpoka, þrír hlaupandi grísir, Úlfljótur á miklum hraða á eftir þeim — jú, þetta dæmi var auðvelt að reikna. Svo rann keppnisdagurinn upp. „Flýttu þér nú drengur minn að komast af stað í keppnina," sagði Úlfljótur við son sinn. ,,Ég hef ekki tíma til að horfa á,“ bætti hann við. Sterki Björn var dómari í keppninni og þess vegna hafði hann stóra skeiðklukku í hendi sér. Langt uppi á þjóðveginum stóðu grísirnir þrír og biöu eftir skoti dóm- arans. Eftirvænting áhorfenda var mikil. — Úlfur litli ætlaði að bíða vió endamarkið til þess að sjá vel hver yrði fyrstur í mark. Svo ætlaði hann að hlaupa í næsta riðli. Úlfur litli hafði gert pabba sínum þann grikk að tæma bensínið af bifhjólinu að mestu leyti. Hann vildi ómögu- lega að grísirnir, vinir hans, lentu í netpokanum. Sterki Björn skaut úr rásbyssunni og allir hlupu af stað. Grísirnir nálguðust og einnig einhver dularfull vera á hóstandi mótorhjóli. Því næst þagnaði vél hjólsins alveg, því að bensínið þraut. Grísirnir komu allir hnífjafnir í markið. ,,Þið fáið íþróttamerkið, þið voruð fljótastir," sagói sterki Björn og um leið varð honum litið á Úlfljót, sem kom og leiddi stóra mótorhjólið. ,,Sjáum til,“ sagði sterki Björn, ,,þarna kemur þú með hjólið mitt — nema hvaó hliðarvagninn vantar. Þetta getur orðiö þér dýrt, kæri Úlfljótur." Meira vildi gamli úlfurinn ekki heyra. Hann sleppti hjólinu, en hljóp sem fætur toguðu inn í skógarþykknið. — Ekki eru allar ferðir til fjár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.