Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1980, Page 22

Æskan - 01.11.1980, Page 22
JÓLASAGA I (Sonur HJARÐMANN8IN8 Kvöldió var einkennilega hljótt. Einhver hátíðleiki lá í loftinu. Jafnvel hin daufu götuljós í Betlehem sýndust óvenjulega skær þetta dimma vetrarkvöld. Á götum borgarinnar var þó nokkur ókyrrð, einkum við gistihúsin. Ferðamenn streymdu aó úr öllum áttum og flest gistihús voru full fyrir löngu. Margir voru vegalausir og gengu því um þorgina og knúðu dyra hjá hinum óbreyttu borgurum, ef verða mætti, að þeir fengju húsa- skjól. Á meðan þessu fór fram, gekk Rúben litli, 10 ára gam- all drengur, frá útjaðri Betlehemsborgar, eftir hinum krókóttu stígum austan við borgina. Hann gekk hratt og leit hvorki til hægri né vinstri. Það var auðséð, að hann var að flýta sér, og af kvíðasvipnum á andliti hans mátti ráða, að eitthvað amaði að honum. Það var nú orðið nálega alveg aldimmt. Loft var skýjað, en djúp kyrrð hvildi bæði yfir himni og jörð. Ljósbjarminn frá Betlehem var nú horfinn, og allur hávaði frá borginni þagnaður. Kyrrðin og myrkrið gerði hér allt svo dularfullt. Rúben hafði aldrei farið þessa leið nema á björtum degi. Það var því einkennilegt að vera hér aleinn á ferð. Kvíðasvipurinn á andliti hans stafaði þó ekki af því, að hann væri hræddur við þetta ferðalag. En hann hafði áhyggjur af móður sinni. Hún lá nú sjúk heima, alein að kalla. Gömul nágrannakona hennar, Salóme gamla Ananíasdóttir, hafði að vísu lofað að líta til hennar. En hún var sjálf orðin hið mesta skar, sem gat slokknað þá og þegar. Og nú hafði móðir Rúbens sent hann út á vellina fyrir utan Betlehem til að sækja föður sinn. En hún átti von á barni. Foreldrar Rúbens hétu Lúkas og Ester og voru bæði af alþýðustétt. Þau lifðu hamingjusömu lífi í litlu húsi utan við borgina. Það var ekki stórt, en þó nógu stórt til að rúma hamingju þeirra þriggja. Þarna var ein snotur stofa, eldhús og lítið svefnhús. Hingað til hafði Rúben verið eina barnið þeirra, en nú ætlaði guð að gefa þeim annað barn. Lúkas var fjárhirðir og var nú, ásamt öðrum hirð- um, að gæta fjár á völlunum utan við borgina. Já, Rúben litli var kvíðafullur. Móðir hans hafði stunið svo þunglega þegar hann kvaddi. Og nú var um að gera að hraða ferðinni. Hann átti þó erfitt með að hlaupa í þessu svarta myrkri. Og hann var alltaf að detta á stein- ana í götuslóðanum. Það þótti honum þó undarlegt, að hann meiddi sig aldrei. Hann fann að minnsta kosti aldrei neitt til. Og ekki fann hann enn verulega til þreytu. Hann var nú kominn að skógivöxnum hæðum nokkuð utan við borgina. Þarna beið skógurinn dimmur og drungalegur fram undan. En það var annars undarlegt, að hann var ekki hræddur við neitt í kvöld. Áður hafði hann alltaf verið hræddur við þennan skóg, jafnvel á björtum dögum. Hann vissi, að þarna höfðust stundum við villidýr, einkum á veturna, og áttu það til að ráðast á sauðfé hjarðbændanna, ef þess var ekki gætt vel. Nei, hannvarekkerthræddurviðvillidýrin íkvöld. Ekki heldur myrkrið. Hann var aðeins kvíðafullur vegna móður sinn- ar. Og nú hafði hún beðið hann að fara ekki í gegnum skóginn. Hann var ekki vanur að óhlýðnast foreldrum sínum, en í þetta skipti hafði hann þó gert það, vegna þess, að þetta var styttri leið út á vellina, þar sem faðir hans var. Mamma hans hafði auðvitað haft villidýrin í huga. En — mamma hans var veik og þaó gat riðið lífið á, að faðir hans kæmi sem fyrst heim. Nei, hann var ekki hræddur í kvöld. Móðir hans hafði líka oft sagt honum, að guð, drottinn l’sraels, væri meö honum. Hún hafði sagt honum sögurnar um Jakob, þegar hann lá úti aleinn. Hún hafði sagt honum sögurnar um Davíð, hinn hrausta og hugrakka, sem hvorki var hræddur við Ijón né björn, sem seinna varð frægur kon- ungur. Og loks hafði hún sagt honum frá konunginum mikla, sem ætti að fæðast í heiminn. Og þessi mikli og 20

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.