Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 38
hennar alveg ósjálfrátt. „Gleðlleg jól", sagði Rut. ,,Þökk í sama máta", sagði Sissa, henni varð svo mikið um að hún vissi ekki hvað hún sagði. Það komu rauðir dílar í kinnarnar á Söru, og röddin skalf lítið eitt, þegar hún spurði: „Hver hefur boðið ykkur hingað?". Eva var við þessu búin. ,,Það stóð á boðskortinu", svaraði hún um hæl. ,,En ég man ekki vel orðalagið". ,,Jæja, svo þú manst það ekki", það varekki hægt að sjá neitt af svip fröken Jakobssen, ekki hægt að heyra neitt á mæli hennar. En í sann- leika sagt þá var hún reið. Hún var svo reið viö þessar fáránlegu freku stelp- ur, sem stóðu fyrir framan hana og lugu rétt upp íopið geðið á henni. Það var rétt svo að hún kom upp orði. Hún sneri sér að Sissu. ,,Ert þú líka búin að gleyma því?" ,,Já, ég held þaö", svaraði hún, hana langaði mest til að hlaupa út, hún færði sig ósjálfrátt nær dyrunum. Nú var aftur þögn. Sara stóð þarna og horfði á þær án þess að segja orð. Hve lengi þær stóðu þarna gat Eva aldrei munað, það var eins og heil eilífð. En hver skyldi nú hafa bjargað þeim út úr vandræðunum önnur en hún Rut, sem alltaf var svo feimin og óframfærin. Það verður aldrei upplýst hvaðan hún fékk kjark til að gera það sem hún gerði. Hún gekk beint að „gömlu frökeninni", stakk hendinni kumpánlega undir handlegginn á henni, brosti sínu skakka sérkenni- lega brosi beint framan í hana og sagði: ,,Skítt með það, fröken Jakobssen. Þú skilur — okkur lang- aði svo ofsalega til að sjá hvernig þú byggir, og eiga notalega stund með þér". Og svo tók hún utan um Söru og sveiflaði henni í hring. Já, þetta varö jólaboð, sem sagöi sex. Sara hló, og Eva, Rut og Sissa hlógu og Malena heimilishjálpin hélt að heimurinn myndi ekki standa til morguns. Það sem á gekk. Það var nú ekki lítið. Það var sungið og borðað og gengið í kring um jólatréð, og Sara sýndi þeim og sagði frá öllu því undraverða, sem þetta hús hafði aö geyma, þær urðu alveg dolfallnar yfir öllum þeim ósköpum. Þær höfðu FRÁ LANDINU, ÞAR SEM LJÓSÁLFARNIR ERU KALLAÐIR ,,SÓLARGEISLAR“ Mamma Sól átti stóra fjölskyldu, sem hún var mjög hreýkin af. Stund- um gat hún þó orðið reið, og þá sér- staklega, þegar börnin voru hugsunarlaus. Á hverju kvöldi, þegar börnin voru háttuð spurði mamma Sól: „Hvað hafið þió haft fyrir stafni í dag, litlu Sólargeislar?" Og ætíð fékk hún sama svarið: „Við höfum verið í feluleik á milli skýjanna, mamma Sól, og nú erum við svo þreytt". Mömmu Sól þótti það mjög leiðinlegt, að litlu Sólargeislarnir skyldu ekki geta hjálpað henni með því að skína á jörðina og gleðja jarðarbúa. Svo var það einn morgun, þegar mamma Sól ætlaói að fara að klæða sig, að hún gat ekki staðið í fæturna, en þá grétu litlu Sólargeislarnir, þegar þeir sáu mömmu sína svona lasburða. „Mamma, Sól, hvað gengur að þér?" „Ég er ekki beint veik," ansaði mamma þeirra, „en ég er svo þreytt, að ég get ekki hreyft mig til neinnar vinnu. Hvað á heimurinn að gera án minnar hjálpar?" „Viö skulum annast þetta fyrir þig", sögðu börnin og voru horfin áður en mamma þeirra gat snúið sér við, eða gat sagt þeim, hvað þau ættu að gera. Þegar leið að kveldi, beið mamma Sól í ofvæni eftir því, að börnin kæmu heim. Loksins komu þau, en vesa- lingarnir, hvað þau voru nú dauf og þreytuleg. Mamma Sól var skynsöm mamma, hún byrjaði á því að gefa þeim að borða, lét þau síðan hátta, hlúði að þeim og spurði síðan, hvern- ig þeim hefði gengið að vinna dags- verkið. aldrei ímyndað sér, að þarna væri svona margt fátítt og skrítið. Stelpurnar þrjár, Eva, Rut og Sissa komust ekki einungis inn í húsið með áhlaupi, heldur einnig alla leið inn að hjartarótum þeirra, sem bjuggu þar. — Og ekki bara þann daginn, heldur um alla framtíð. Það var orðið framorðið, þegar Eva kom heim. Hún var í sjöunda himni af gleði. Mamma hennar sat og las blööin, hún beið eftir henni. Eva hent- ist inn: „0, mamma. Þetta er það allra skemmtilegasta, sem ég hef komist í. Þú getur nú rétt hugsað þér. . og hún lét dæluna ganga. Mamma hennar hlustaði á hana steinþegjandi. Þegar hún loksins gat komist að varö henni að orði: „Þú vilt þó ekki halda því fram, að Sara hafi raunverulega boðið ykkur íjólaboð?". „Ne-ei", sagði Eva og varð skyndi- lega hljóð. „Það gerði hún ekki". Hún gekk hægt til mömmu sinnar og kyssti hana góða nótt. „Nei, — það hlýtur að hafa verið engill frá himnum, sem annaðist þetta boð", sagði mamma. Það var nú einmitt það sem haföi gerst. „Öh, illa", sagði minnsti Sólar- geislinn. „Ég gat hvergi orðið að liði. Ég sá lítinn smaladreng, sem sat á steini, honum varsvo kalt, hann skalf, já hríðskalf, ég skein á hann allan tímann, en hvernig sem ég skein og skein, þá sá hann mig ekki einu sinni, hann hélt bara áfram að skjálfa. Hann þráði sólina." „Eitthvað þessu líkt kom fyrir mig", sagði þá annar Sólargeisli. „Ég sá akur, sem lá undir vatni, regnið hafði lamið allt kornið, svo það lá alveg flatt. Kornið þráði sólskinið, svo það gæti risið upp aftur, en þó ég skini og skini á það allan daginn, var það samt vott þegar kvöldaði, ég reyndi að gera eins og ég gat". „Þá fór nú verr fyrir mér," sagði þriðji Sólargeislinn. Ég kom að á, sem var nærri farin aö flæða yfir bakka sína — það rigndi og rigndi allan tím- ÆSKAN — enn stafar birtu um heimsbyggð alla og frið frá Betlehemsvöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.