Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 62

Æskan - 01.11.1980, Side 62
 i veitingabúö Hótels Loftleiða mun á sunnudögum í vetur verða efnt til fjölskyldufagnaðar í hádeginu. Þar verður ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, sérstaklega fyrir yngri kyn- slóðina. Veislustjórinn verður enginn annar en sjálfur ,,Gosi", léttur og skemmti- legur strákur sem hefur frá mörgu að segja og lætur sér fátt óviðkomandi í samskiptum sínum við gestina á staðnum. Leitað verður til grunnskóla borgarinnar og félagssamtaka um skemmtiatriði, þar sem lögð er sér- stök áhersla á að börn og unglingar komi fram með leik, söng og dans, allt eftir því hvað til fellur hverju sinni. „Gosi" fer með krakkana í leiki og að lokum býður hann öllum í bíó í ráðstefnusal hótelsins. Utandyra jafnt sem innan mun verða fundið upp á allskonar kynn- ingu og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Til dæmis utandyra brunavarnir, starf flugbjörgunarsveitarinnar, fyrsta hjálp ef slys ber að höndum og innandyra allskonar kynning á hentugum leikföngum fyrir börn, húsgögnum fyrir börn, bókakynning o. fl. o. fl. Félagssamtökum í borginni verður gefinn kostur á að kynna starfsemi sína. Sem sagt allt sem við kemur fjöl- skyldunni og verður þá ef til vill sér- staklega börnunum og unglingunum gefið rúm til fróðleiks og skemmtunar. Matur verður á boðstólum í veitingabúð fyrir alla fjölskylduna. Verði matar og drykkjar verður mjög svo stillt í hóf og fram borinn allur venjulegur matur við flestra hæfi, og að sjálfsögðu ís og kaldir drykkir. Með þessum sunnudags- skemmtunum um miðjan daginn vill Hótel Loftleiðir reyna að auka fjöl- breytni borgarlífsins og skapa að- stöðu þar sem öll fjölskyldan getur farið út að skemmta sér saman. Á sunnudagsmorgnum verður sundlaug hótelsins opin fyrir þær fjölskyldur sem ætlá sér að borða á eftir. Efnt verður til sérstakrar barna- og unglingafatakynningar þar sem áhersla verður lögð á að kynna hent- ugan fatnað til almennrar notkunar t. d. regnfatnað, skólafatnað, spari- klæðnað, ullarfatnað og íþróttafatn- að.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.