Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 27

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 27
ÞEGAR ÉG BYRJAÐI AÐ REYKJA Ég var um tólf ára gamall þegar mig fór að langa til að prófa reykingar. Ég þóttist sjá nokkurn ánaegjusvip á þeim frekar fáu mönnum, aðallega fullorðnum, þegar þeir tottuðu pípurnar. Um þessar mundir var vinnudrengur úr kaupstað, nokkru eldri en ég á næsta bæ. Mjög stutt var á milli bæjanna, og hittumst við mjög tali. Þar voru tvær stúlkur að tala saman. — Húsið okkar varð allt umflotiö vatni og við björguðumst frá þvíá báti. Svo sáum við að vatnsflaumurinn tók það. Nú eigum við hvergi heima. — Ég vona að okkar hús standi, sagði hin stúlkan. — En vatnið var alveg komið upp að glugga þegar við fórum frá því. — Við höfðum ekkert með okkur nema fáein föt í poka, sagði sú fyrri. — Og sjáðu hvað kyrtillinn minn er rifinn og Ijótur. — Ég á heldur engin föt nema þessi sem ég er í. Sjáóu stúlkuna þarna. Hún er í nýjum kyrtli. — Já, kannski við fáum nýja kyrtla þegar við komum heim. Viðtali þessara ungu stúlkna náð- um við líka nokkurn veginn. Þeim leiddist að ganga í Ijótum og rifnum fötum.“ Hér hætti mamma lestrinum. Svo ræddi hún við Dag um þessa blaða- grein. Hún sagði að börn hér á íslandi hefðu yfir engu að kvarta sem hefðu nóg að borða og nytu ástríkis foreldra sinna. Þegar mamma hafði sagt þetta, þá sagði Dagur: — Mamma, ég ætla að gefa hungruðu börnunum allt úr aura- bauknum mínum. Ég ætlaði að kaupa mér spil en læt það bíða." Eiríkur Sigurðsson. Ingjaldur Tómasson. oft. Þessi drengur var byrjaður að reykja og hann hefur eflaust séð að mig langaði að prófa reykkunnátu hans. Svo ,,vel“ vildi til að drengurinn átti tvær pípur, og eitt kvöld býður hann mér að koma til sín í fjósið, meðan hann bíði eftir því aö kýrnar Ijúki gjöf sinni. Ég tók þessu boði fegins hendi, fullur löngunar að finna hin ánægjulegu áhrif, sem ég bjóst við að verða aðnjótandi. Og án tafar tróð hann í pípuna (þær voru að mig minnir aðeins stærri en nú) og fékk mér eldstokk svo ég gæti kveikt í. Ég byrjaði að sjúga pípuna og blés reyknum jafnótt frá mér. Við sátum þarna þar til búið var úr þeim. Mig minnir aö ég hafi verið farinn að finna til óþæginda í höfðinu áður en ég var búinn, en þótti lítilfjörlegt að Ijúka ekki úr pípunni eins og hinn drengurinn. En nú fór ég að verða verulega lasinn, svo ég kvaddi ,,gestgjafann" og sneri hið snarasta heimleiðis. Ég var mjög lasinn allt kvöldið, en leyndi því eins og ég gat fyrir heimilisfólkinu, var hræddur um að ég mundi ,,kasta upp", til þess kom þó ekki. Eitthvað var mér farið að skána þegar ég hátt- aði um kvöldið, sofnaði fljótlega og var að mestu jafngóður næsta morg- un. Það má segja með sanni, að ég varð reynslunni ríkari eftir þessa fyrstu og einu reykingaveislu, sem ég hef tekið þátt í um ævina. Ég fékk sem sagt megna óbeit á reykingum, og þótt ég síðar þægi stöku sinnum sígarettu hjá vinnufélögum mínum, helst á vertíðum í miklum vökum og erfiði, þá varð það aldrei að vana, einfaldlega vegna þess að löngunin var engin. Það hafði líka mikil áhrif að hvorki vín né tóbak var um hönd haft á mínu æskuheimili og foreldrar mínir og systkini voru alla ævi algert reglu- fólk. Og ekki má gleyma Æskunni, blaðinu sem frá upphafi má segja að hafi flutt lesendum sínum gleðiboð- skapinn um algert bindindi, og líka bent þeim á þá miklu ógæfu sem oft- ast fylgir mikilli tóbaks- og vínneyslu. HVAÐ SKAL NÚTILVARNAR? Allir þjóðhollir menn ættu nú að sameinast til skeleggrar baráttu gegn þeirri miklu öldu þjóðarböls, sem stafar að mestu leyti af ört vaxandi neyslu vímugjafa, og þar er ofneysla sterkra drykkja mesti skaðvaldurinn. Hætt er við þótt ráðamenn' og starfslið eins blaðs sé allt af vilja gert að gera eins og best verður á kosið, að róðurinn verði þungur í allri þeirri for- myrkvan illra afla, sem flæða nú yfir bæði héðan og handan yfir hafið. Þessi þjóðskaðlega stóriðja er studd frá öllum hliðum af niðurrifsöflunum. T. d. flytur sjónvarpið vart kvikmynd, að reykingar og drykkja sé þar ekki ofarlega á blaði. Sama er um bíóin, útvarpið og flesta nútíma rithöfunda. Mýmargt er enn ótalið að sinni. Það er augljóst mál að ekkert dugar gegn þessu mikla þjóðarböli annað en víð- tæk samstaða allra þeirra afla og samtaka sem hafa afnám víndrykkju- bölsins á sinni stefnuskrá. Ungir og aldnir þurfa að brúa kynslóðabilið og sameinast í mikilvirkri baráttu gegn þeim óheillaöflum, sem vaða nú eins og eldur í sinu yfir okkar ágæta land. En munið að Davíð vann Golíat þótt smár væri. Ef allir sameinast til stór- átaka undir öruggri forustu gegn þeim brennivínsgolíötum, sem standa nú ógnandi gegn þjóðinni, þá er víst að með þrautseigju, guðshjálp og góðra manna má brjóta niðurrifsöflin á bak aftur og sigur vinnst fyrr en margan grunar, eins og gerðist í Gyðingalandi forðum. Ingjaldur Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.