Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 17

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 17
foringi", bætti hún við, „viljið þér ekki koma inn til okkar strax. Gamla frú Skau og litlu telpurnar hans bróður míns eru komnar, þér getið kannski haft einhverja skemmtun af þeim. Yður þykir gaman að kátum börn- um.“ Ég tók þessu vingjarnlega boði. Þegar ég kom inn í hina stofuna, skíðlogaði þar á ævafornum, ferhyrndum °fni, og varpaði eldurinn flöktandi bjarma út um opnar ofndyrnar. Stofan var mjög stór og búin húsgögnum, er voru mjög forn, stólarnir með háum bökum, olíumálverk á veggjunum, voru það mest myndir af drembileitum ffúm með stórar hárkollur, af Aldinborgargreifum og öórum frægum persónum, sem annað hvort voru her- klæddir eða þá í rauðum viðhafnarklæðum. ,,Þér verðið aðfyrirgefa, herra liðsforingi, að við höfum ekki kveikt Ijós ennþá," sagði yngri systirin, jómfrú Cecelia, sem kölluð var Silla í daglegu tali. Hún kom á móti mér og hneigði sig eins og systir hennar hafði gert, ,,en börnunum þykir svo gaman að leika sér við eldinn í rökkrinu, og frú Skau hérna hefur líka gaman af að rabba dálítið þarna í horninu hjá ofninum." ,,Það þykir nú fleirum en mér, Silla mín“, sagði frú Skau, ,,og ekki taia ég, nema ég hafi einhvern til þess að fala við." Frú Skau var gömul, gildvaxin kona, æði hörkuleg á brúnina. Svo sneri hún sér að mér: ,,Góða kvöldið góði minn, komið þér og setjist hér og segið mér, hvernig yður líður. Skelfing eruð þér orðinn magur, auminginn." Nú varð ég að segja frá veikindum mínum, og varð í staðinn að meðtaka heilmikla langloku um gigtina í henni frú Skau, en börnin komu til allrar hamingju framan úr eldhúsinu, áður en hún virtist vera hálfnuð með frá- sögnina. Þar höfðu þau verið að heimsækja Stínu gömlu vlnnukonu. ..Frænka, veistu hvað hún Stína segir?" hrópaði lítil dökkeyg telpa. ,,Hún segir að ég eigi að koma með sér UPP á háaloft í kvöld, til þess að gefa húsálfinum jóla- Qrautinn hans. En það vil ég ekki, því að ég er hrædd við álfinn". ,,Æ, þetta segir hún Stína bara til þess að losna við ykkur úr eldhúsinu. Hún þorir ekki að fara upp á háa- loftið, síðan álfurinn hræddi hana hér um árið," sagði iömfrú Metta. ,,En ætlið þið ekki að heilsa upp á liðsfor- in9jann, börnin góð?" ..Nei, ert þetta þú, liðsforingi, ég þekkti þig ekki, ósköp ertu fölur og tekinn", hrópuðu börnin öll í einu og flykktust utan um mig. ,,Nú verðurðu að segja okkur eitthvað skemmtilegt, það er svo langt síðan þú hefur se9t okkur nokkurn skapaðan hlut. Segðu okkur nú söguna um hundinn Gulltönn og um álfana, sem flugust á " — Ég varð að segja þeim þessar sögur, og þau hlógu °g klöppuðu saman lófunum og báðu um meira. Þegar hún var komin út úr kirkjudyrunum var tckið í kápu hennar. ,,Nei, nú nauðið þið of mikið í liðsforingjanum," sagði jómfrú Cecelie, „nú segir Metta systir ykkur sögu." „Já, góða Metta segðu sögu," kölluðu öll börnin. „Ég veit nú ekki frá hverju ég á að segja," svaraði Metta frænka „en fyrst við erum farin að tala um húsálf- inn, þá er best að ég segi svolítið frá honum. Þið munið líklega eftir henni Karen gömlu, börnin góð, henni sem var hér og bakaði svo gott laufabrauð, og sem kunni svo mörg ævintýri og sögur." „Ó, jú, við munum vel eftir henni Karen gömlu," sögðu börnin. „Nú, Karen gamla sagði mér frá því, að þegar hún vann í Skíðagarði hérna fyrir neðan fyrir mörgum árum, þá hafði dálítið undarlegt komið fyrir hana. Skíða- garður er afskaplega gamalt og dimmt hús. Þegar Karen kom þangað, þá átti hún að vera eldabuska. Eina nóttina átti hún aó fara á fætur og brugga, og þá sagði hitt vinnufólkið við hana: „Þú verður að gæta að því að fara ekki of snemma á fætur, fyrir klukkan tvö máttu alls ekki kveikja upp eldinn." " „Hversvegna ekki?" spurði hún. „Þú veist líklega aó hér er húsálfur, og hann vill ekki ÆSKAN — Sá, sem metur sjálfan sig mikils, er jafnan lítils metinn af öðrum 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.