Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 4

Æskan - 01.11.1980, Side 4
fölni viö skinið, sem af þeim stafar. Mjög vel man ég litla kertiö mitt á rúmstólpanum og Ijósiö á litla olíulampan- um, sem logaði alla jóla- nóttina. Og um morguninn, þegar allir vöknuöu mjög snemma og afi minn blessaður las jólalesturinn í Vídalínspostillu áður en nokkur hreyfði sig til verks, þá skildi ég vel orðin: Dýrð Drottins Ijómaði í kringum þá“. Sama eða svipað myndu margir geta sagt. Engill Drottins var hjá þeim í litlu baðstofunni. Veröldin varð önnur, allur svipur fólksins, allir skyldu njóta einhvers góðs, jafnt menn sem mál- leysingjar, því að himinn kærleikans var svo nærri. Þannig hafa jólin komið eins og Guðs engill í skammdeginu. Og þau fóru hvergi framhjá, síst þar, sem sorg var fyrir. Það var á prestsheimili fyrir nokkrum árum á jóla- nótt. Allir voru gengnir til náða nema presturinn, hann var að búa sig undir næsta dag. Þá hringir síminn. Stamandi rödd biður prest- inn að koma og skíra dauð- vona barn. Þegar hann kemur á vettvang, er Ijóst, að þar er sá gestur fyrir, sem stundum er nefndur „engill dauöans". Mamma heldur á sjúklingnum sínum í fang- inu, hin börnin eru saman í hnipri uppi í rúmshorni, hljóð, undrandi, alvarleg. Þau hafa engar jólagjafir snert, litla jólatréð er ótendrað. Barnið er skírt, lagt á arma frelsarans, bróðurins besta og barna- vinarins mesta. Síðan er sunginn jólasálmur: ,,Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér, í myrkrum Ijómar lífsins sól, þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól“. Litli, blaktandi lífslog- inn er slokknaður, „engill dauöans“ hverfur á brott með sitt ótímabæra herfang. En hann var ekki einn á ferö. „Guö er sjálfur gestur hér“. Það er ekki unnt að lýsa yfirbragði pabba og mömmu og barnanna með öðru bet- uren þessu: „Engill Drottins stóð hjá þeim og Dýrð Drottins Ijómaöi í kringum þá. Annað aðfangadags- kvöld. Kjarklítill gengur presturinn upp stigann og að dyrunum, þar sem hann veit, að sorgin mikla hefur gengið inn fyrir skemmstu og sest að. Og hann mætir þar augum, sem hlutu að hafa séð inn í himininn, þar sem englarnir búa, þar sem Jesús er. Þannig mætti halda áfram. Jólahátíðin ber svip Guðsengla og færir birtu Guðs himins yfir lífið, yfir þá gleöi þess, sem sönnust er, og einnig yfir harma þess og þrautir. Og hvað sérð þú á næstu jólanótt í auga barnsins þíns, þegar þú syngur jóla- sálmana með því og lest jólaguðspjallið? Hvað sérðu, þegar það sofnar út af meó jólagjöfina sína í fanginu, kreppir þrýstna arma utan um dýrgripinn sinn og brosir í draumi? Gefðu því heilög jól, kyrrlát, friðsæl og hlý- Talaðu við það um barnið í Betlehem, ófeiminn. Gefðu því jól, sem veröi því ylgjafi þegar það hefur ekki lengur skjól af þér. Og brosið þitt um leið og þú breiöir ofan á það á jólanótt og signir yfir rúmiö, mun spegla þína tærustu gleði. Því að engill Drottins er hjá þér og dýró Drottins Ijómar í kringum Þig- Ljóssins hátíö er aðeins endurskin. Uppspretta þeirrar birtu, sem frá jólun- um stafar, er hinn mikli fögnuður: Yöur er frelsari fæddur, Drottinn Kristur. Jólin bera þér boö frá hon- um og benda til hans. Þau minna á hið dýrmætasta og undursamlegasta, sem unnt er að öðlast: Ljósiö, sem geturgjört hug þinn bjartan, hjarta þitt upplýst af geisla Guós dýrðar, líf þitt endur- fætt af andvara himinsins. f frelsarans nafni: Gleði- leg jól.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.