Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 9

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 9
jýigAtingdle MI FLORENCE NIGHTINGALE Florence Nightingale (1820 — 1910) var dóttir ensks búgarðseiganda, og vakti snemma á sér athygli fyrir gáfur og fegurð. Strax á unga aldri fór hún að finna til tómleika samkvæmislífsins og tilgangsleysi hversdags- lífsins var henni kvöl. Hún hafði vanist því, sem ung stúlka að fylgja móður sinni, er hún fór í sjúkravitjanir til fátæklinganna í sókninni. Hún hafði alltaf blóm með- ferðis til þess að færa sjúklingunum og innan skamms fannst henni hjúkrun sjúkra vera köllun sín. Hún sneri sér þá til Elizabeth Fry, sem vakið hafði mikla og verð- skuldaða athygli fyrir frábær störf við að bæta hag fanga í Lundúnafangelsunum, og hún benti þessum ákafa að- dáanda sínum á nýstofnaða þýska diakonissustofnun í Kaiserswerth. Það olli forráðamanni stofnunarinnar nokkurri umhugsun, er hann fékk umsóknina frá hinni auðugu og viðkvæmu ensku stúlku, því að hinar verð- andi diakonissur voru flestar ómenntaðar, þýskar bændastúlkur. En það kom ekki að sök, þótt Florence kæmi úr annarri stétt en flestar stallsystur hennar, því að hún vann af miklu kappi við gólfþvott, matartilbún- ing, hreingerningar og annað sem viðkom hjúkrun, og ást hennar til köllunarverks síns hafði í engu breyst, þegar hún sneri aftur til Englands. Neyðarkall í nokkur ár vann Florence Nightingale að því að koma diakonissuhugsjóninni á í Englandi, auk þess sem hún var forstöðukona heimilis fyrir aldraða landsstjóra. En sumarið 1854 barst henni kallið stóra. Það höfðu orðið nokkrar deilur um „hina heilögu staði“ í Jerúsalem og undir því yfirskyni sagði Rússland Tyrkjum stríð á hendur. Skömmu síðar gengu England og Frakkland á band Tyrkja og brátt varð Krímskaginn höfuðstöð styrjaldarinnar. Vesturveldin tvö áttu mjög erfitt um vik í þessari styrjöld, þar sem þau áttu langt að sækja og má segja að af þeim sökum hafi hjúkrunar- og heilbrigðis- þjónusta við hermennina verið nær engin. Þar við bætt- ist að auk þess sem kúlur fjandmannanna hrjáðu þá, áttu þeir í stöðugri baráttu við harðan vetur. Herbúðirnar á Krím breyttust í mýrafen, og vatnið flæddi inn í tjöldin. Kiæðaburður hermannanna var algjörlega ónógur, en auk þess hrjáðu alls kyns pestir þá stöðugt, svo sem kólera, taugaveiki o. fl. Öll sjúkraskýli voru yfirfull og það var skortur á læknum og lyfjum. Svona alvarlegt var ástandið, þegar Sidney Herbert hermálaráðherra fór fram á það við Florence Nightingale, að hún safnaði saman hópi hjúkrunarkvenna, er gætu hugsað sér að halda til hinna hryllilegu sjúkraskýla á Krímskaga. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.