Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1980, Side 9

Æskan - 01.11.1980, Side 9
jýigAtingdle MI FLORENCE NIGHTINGALE Florence Nightingale (1820 — 1910) var dóttir ensks búgarðseiganda, og vakti snemma á sér athygli fyrir gáfur og fegurð. Strax á unga aldri fór hún að finna til tómleika samkvæmislífsins og tilgangsleysi hversdags- lífsins var henni kvöl. Hún hafði vanist því, sem ung stúlka að fylgja móður sinni, er hún fór í sjúkravitjanir til fátæklinganna í sókninni. Hún hafði alltaf blóm með- ferðis til þess að færa sjúklingunum og innan skamms fannst henni hjúkrun sjúkra vera köllun sín. Hún sneri sér þá til Elizabeth Fry, sem vakið hafði mikla og verð- skuldaða athygli fyrir frábær störf við að bæta hag fanga í Lundúnafangelsunum, og hún benti þessum ákafa að- dáanda sínum á nýstofnaða þýska diakonissustofnun í Kaiserswerth. Það olli forráðamanni stofnunarinnar nokkurri umhugsun, er hann fékk umsóknina frá hinni auðugu og viðkvæmu ensku stúlku, því að hinar verð- andi diakonissur voru flestar ómenntaðar, þýskar bændastúlkur. En það kom ekki að sök, þótt Florence kæmi úr annarri stétt en flestar stallsystur hennar, því að hún vann af miklu kappi við gólfþvott, matartilbún- ing, hreingerningar og annað sem viðkom hjúkrun, og ást hennar til köllunarverks síns hafði í engu breyst, þegar hún sneri aftur til Englands. Neyðarkall í nokkur ár vann Florence Nightingale að því að koma diakonissuhugsjóninni á í Englandi, auk þess sem hún var forstöðukona heimilis fyrir aldraða landsstjóra. En sumarið 1854 barst henni kallið stóra. Það höfðu orðið nokkrar deilur um „hina heilögu staði“ í Jerúsalem og undir því yfirskyni sagði Rússland Tyrkjum stríð á hendur. Skömmu síðar gengu England og Frakkland á band Tyrkja og brátt varð Krímskaginn höfuðstöð styrjaldarinnar. Vesturveldin tvö áttu mjög erfitt um vik í þessari styrjöld, þar sem þau áttu langt að sækja og má segja að af þeim sökum hafi hjúkrunar- og heilbrigðis- þjónusta við hermennina verið nær engin. Þar við bætt- ist að auk þess sem kúlur fjandmannanna hrjáðu þá, áttu þeir í stöðugri baráttu við harðan vetur. Herbúðirnar á Krím breyttust í mýrafen, og vatnið flæddi inn í tjöldin. Kiæðaburður hermannanna var algjörlega ónógur, en auk þess hrjáðu alls kyns pestir þá stöðugt, svo sem kólera, taugaveiki o. fl. Öll sjúkraskýli voru yfirfull og það var skortur á læknum og lyfjum. Svona alvarlegt var ástandið, þegar Sidney Herbert hermálaráðherra fór fram á það við Florence Nightingale, að hún safnaði saman hópi hjúkrunarkvenna, er gætu hugsað sér að halda til hinna hryllilegu sjúkraskýla á Krímskaga. 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.