Æskan - 01.11.1980, Side 84
ÉG KAUPL.
DOK"
Á viðkvæmu skeiði vaxtar og þroska skiptir
gott andlegt fóður megin máli. Það þarf að vera
vel framreitt en jafnframt kjamgott og spennandi.
Þessa kosti sameina unglingabækumar frá IÐUNNI.
Því miður er árlega gefínn út fjöldi bóka
ærið misjafn að gæðum. Kynnið ykkur því vel efni
bóka áður en þið kaupið þær. Munið að hver er sínum
gjöfum líkur.
Ragnhciður Jónsdóltir:
DÓRA í ÁLFHEIMUM
\ j
A &
DÓRA í alihuvuTm
RACiNHUUUR JONSUÓn IR
Ragnheiður Jónsdóttir var einn fremsti
unglingasagnahöfundur landsins á sinni
tíð. Hér kemur í nýrri útgáfu önnur
bókin um Dóru. Dóra í Álfheimum,
prýdd teikningum eftir Ragnheiði
Gestsdóttur. Þetta er lifandi og
skemmtileg saga um
Reykjavíkurunglinga, gerist
lýðveldisáriö 1944 og lýsir meðal annars
hátíðinni á Þingvöllum.
Jan Terlouw:
FÁRVIDRI
Fárviðri er þriðja bók þessa virta
hollenska höfundar sem út kemur á
íslensku, hinar voru Stríðsvetur og í
föðurleit og seldust báðar upp. Fárviðri
greinir frá raunverulegum atburði, afar
mannskæðu flóði á Norðursjávarströnd
Hollands og áhrifum þess á líf og
hugsunarhátt fólksins. Þetta er
spennandi saga, sögð af mikilli íþrótt, og
jafnframt vekjandi og umhugsunarverð
um ólíka afstöðu tveggja kynslóða. —
Karl Ágúst Olfsson þýddi.
Hreiðar Stefánsson:
GRÖSIN í GLUGGIIÚSINU
mmmmm
E.W. Hildick:
LIÐIÐ HANS LÚLLA
Evi Boen.es:
KITTA OG SVEINN
Saga þessi gerist fyrir hálfri öld og ej^.
raunsönn lýsing á lífsbaráttu þess tíma.
Garðar er tíu ára og sendur í sveit til að
létta á heimilinu. Það sumar verður
reynslutími. — Hreiðar Stefánsson er
löngu kunnur sem höfundur fjölmargra
barnasagna. Hér hefur hann skrifað
sögu sem hentar jafnt börnum sem
fullorðnum og varpar skýru Ijósi á
samfélag fyrri tíðar í landinu.
Hver er Lúlli? — Stórkostlegasti
mjólkurpóstur sem sögur fara af.
Hvað er Liðið hans? — Það eru
strákarnir sem vinna hjá honum. Og í
Liðið komast færri en vilja. — Þetta er
bráðskemmtileg saga eftir hinn vinsæla
breska höfund , E.W. Hildick, hin þriðja
á íslensku. „Hún er fyndin, atburðarásin
er hröð og lífleg og persónur eru
sérkennilegar og skemmtilegar.“ Vísir
Enid Blyton Max Lundgren:
ÆVINTÝRABÆKUR ÓLI KALLAR MIG LÍSU
Ævintýrabækur Enid Blyton nutu
einstæðra vinsælda á sjötta áratugnum
og voru raunar lesnar upp til agna, jafnt
af strákum sem stelpum. Hver man ekki
Jonna og önnu, Finn og Dísu, að ekki
sé talað um páfagaukinn Kíkí? — Nú
eru þessar bækur að koma út aftur svo
að ný kynslóð fær að kynnast sömu
ævintýrunum og foreldrar hennar. Tvær
bókanna komu í fyrra og nú bætast tvær
við: Ævintýradalurinn og Ævintýrahafið.
Fjöldi mynda eftir Stuart Tresilian.
Sigríður Thorlacius þýddi.
Saga eftir kunnan sænskan höfund,
raunsæ lýsing á ungu fólki sem hefur
gengið í hjónaband og eignast barn án
þess að vera undir það búið að verða við
kröfum samfélagsins. Lísa gerir upp hug
sinn þegar Óli hefur horfið að heiman
um skeið. Hvernig geta þau haldið
áfram? Umhugsunarverð saga, „með
henni er sérstök ástæða til að mæla.“
(Sig Helgason/Vísir). Helgi J.
Halldórsson þýddi.
Þetta er þriðja og siðasta Kittubókin
eftir norska rithöfundinn Evi Bogenæs,
en þær bækur hafa náð geysimiklum
vinsældum. — Kitta og Sveinn búa í
Osló og ungri stúlku er skákað inn til
þeirra sem leigjanda. Brátt fer vinur
Sveins að venja komur sínar á heimilið.
Rómantísk og skemmtileg saga um ungt
fólk á dimmum tímum. Andrés
Kristjánsson þýddi.
Anna-Greta Winberg:
ÉG ER KÖLLUÐ NINNA
Ninna býr með móður sinni. en faðir
hennar dó áður en hún fæddist. Móðirin
vill ekkert um fortíðina tala. Hvernig
stendur á því? Ninna einsetur sér að
kanna málið sjálf. — Völundur Jónsson
Bræðraborgarstig 16 Sími 12923 og 19156