Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 34

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 34
FJÖLSKYLDUÞkTTUR í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. Um aldir hafa þessi orð hljómað í eyrum manna svo milljónum skiptir. Viö höfum margsinnis heyrt þau. — Við höfum meira að segja svaraó: Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins. Já, við lesum þetta — hlustum á það og syngjum þaó. Og hvað svo? Var þessi konungur aó koma til þín eða til mín? Sannarlega kom hann bæði til þín og mín — kom okkar vegna. Og hvernig brugðumst við við þessari konungskomu? Fórum við á kreik aðeins til að kíkja — var það forvitni sem rak okkur áfram, eöa var það innri þörf fyrir hjálp hans? Þessi konungskoma á ekkert skylt við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Þessi konungur — konungurinn Kristur kom í heiminn til þess að frelsa venjulegt fólk eins og þig og mig, „því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Og nú er ennþá einu sinni komin Aðventa — undirbúningstíminn undir hina mestu hátíö ársins — Hátíð Ijóssins — friðarins og kærleikans. Hátíð gleði og góóvildar. Jólin kalla okkur til fylgdar við konunginn Krist, og hann vill fá okkur til fylgdar viö sig. Við eigum að lifa og starfa fyrir hann. Um jólin erum við ekki að lesa hrífandi sögu um ógleymanlegan mann — við erum að rifja upp atburði um Guós son og Frelsara mannanna. Frelsarann sem við eigum að þjóna. Við getum varla svarað kalli hans nema á einn veg: ,,Hér er ég. Sendu mig“. Hvaó Iítiö sem við gerum verður til blessunar, ef hann fær að ráða. Leggjum þess vegna líf okkar í hans hendur — þar erum við óhult — þar er okkur borgið. Ég hef oft sagt krökkum sögur af börnum, sem fóru í sendiferð fyrir Jesú, og alltaf hafa augum Ijómað, þau eru hrifin af slíkum börnum. Eins og t. d. sagan af henni Lísu litlu, sem fór meö blóm úr litla garðinum sínum til hennar Önnu gömlu, sem bjó alein í litla húsinu sínu, og var svo einmana. Og Lísa skilaöi meira aö segja kveðju frá Jesú, og gamla konan sagði, að það hlyti aö hafa verið engill sem kom til hennar, hún hefði verið svo hýr og falleg, gefið sér blóm og skilað kveðju frá Jesú. — Og sagan af honum Pétri, sem kveikti Ijósið fyrir GREIÐIÐ VEG DROTTINS — GJÖRIÐ BEINAR BRAUTIR HANS 32 ÆSKAN — Mitt aldna hjarta gleðst enn við nálægð þína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.