Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 5

Æskan - 01.11.1984, Síða 5
Frá Stórstúku íslands: Breyting á ritstjórn Æskunnar Til vinstri Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Æskunnar og Grímur Engilberts ritstjóri. Með þessu blaði verða verulegar breytingar á starfsliði Æskunnar. Grímur Engilberts ritstjóri og Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóri hverfa nú úr sínum stöðum við blaðið en báðir eiga að baki áratuga starf við útgáfufyrirtæki Reglunnar. Enginn ritstjóri Æskunnar hefur starfað þar eins lengi og Grímur og fáir eins vel. Það var verk Gríms að gera Æskuna að mikið lesnu og fallegu blaði, sennilega vandaðasta barnablaði sem nú er gefið út á Norðurlöndum. Margir hafa undrast að þetta verk vann Grímur að mestu einn og óstuddur. Fyrirþetta vill Stórstúkan þakka af alhug. Á sama veg vil ég þakka Kristjáni Guðmundssyni hans þátt í útgáfu Æskunnar á liðnum árum og rekstri bókabúðarinnar. En Bókabúð Æskunnar var fyrst og fremst hugsuð sem hjálpartæki við rekstur blaðsins. Við ritstjórn Æskunnar taka tveir ungir menn sem þegar eru lesendum að góðu kunnir: Karl Helgason og Eðvarð Ingólfsson. Vil ég bjóða þá velkomna og vona að Æskan megi undir þeirra stjórn eflast og aukast. Hilmar Jónsson, stórtemplar - Veður var lygnt, nokkuð frost en snjóþungt. Hann átti engin skíði en þau hefðu komið sér vel nú, sem oft áður. Leiðin sem Rósberg þurfti að fara var um 8-9 km. Fyrst fram dalinn 3 km og síðan gegnum Strjúgsskarð 5 km. Það er fjalla- skarð milli Laxárdals og Langadals, en Gunnsteinsstaðir eru rétt sunn- an við mynni skarðsins. Nú gef ég Rósberg orðið. Mér sóttist ferðin vel til að byrja hieð, óþreyttur og fullur eftirvænt- 'ngar og áhuga. í skarðinu var ekki alveg eins mikill snjór og uppi á dalnum og fór minnkandi eftir því sem nær dró góðsveitinni, Langa- ðal. Þar mátti heita auð jörð. Ég kom að Gunnsteinsstöðum um hádegisbilið og bar skjótt upp erindi. Hafsteinn heitinn Pétursson bjó til allrar hamingju vel, hvað snerti lampaglös, hafði keypt heilan kassa um haustið. Ég varð því strax vonglaður þegar hann fór að leita í kassanum. Þó fóru leikar þannig að þegar við vorum búnir að skoða hvert einasta glas í kassan- um höfðum við ekki fundið eitt ein- asta 8 línu glas, heldur ýmist stærri eða minni. Mér leist ekki á blikuna og tók að örvænta um erindislokin en Hafsteinn uppgötvaði þá ráð sem dugði. Það var hægt að notast við 6 línu glas á 8 línu lampa með því móti að þrengja kransinn örlítið, beygja álmurnar sem héldu glas- inu. Hann prófaði þetta vel og vandlega og útskýrði fyrir mér. Ég þóttist himin höndum taka við þessa lausn. Hafsteinn bjó svo um eitt 6 línu glas eins vel og föng voru á. Eftir þetta tafði ég alllengi við góðgerðir og rabb, aðallega dvald- ist mér þó með bróður mínum við ýmis störf sem hann hafði að sinna. Og dagurinn leið að kvöldi áður en mig varði - og það sem verra var það fór að hvessa og snjóa. Ég kveið þó engu og hugsaði víst lítið um veðrið á Laxárdal og þær tálm- anir sem þar gætu orðið á vegi mínum. En þegar ég var að kveðja fólkið og búa mig til heimferðar leist Haf- steini ekki á veðrið, sagði að stór- hríð mundi uppá Laxárdal og ég 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.