Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1984, Blaðsíða 8
STÍ J-QBÍ® M\Ð\ Þat bua Seinnihluta ágústmánaðar var blaðamaður Æskunnar á ferð um Snæfellsnes og kom m. a. við í Ólafsvík. Þar tók hann þrjá ellefu ára krakka tali og fara viðtölin hér á eftir. Var í hreppsvinnunni Á Ólafsbrautinni, sem er aðal- gata kaupstaðarins, hittum við Svandísi Sif Jónsdóttur. Hún var að koma úr sundi og var á leið heim. Hún hefur átt heima í Ólafsvík frá því að hún var 5 mánaða. - Við spurðum hana hvað hún hefði haft fyrir stafni í sumar. „Ég hef verið að passa bróður minn og svo var ég í hreppsvinn- unni í þrjár vikur,“ sagði hún. - Þú hefur þá haft góðar tekjur? „Ég fæ hundrað krónur á viku fyrir að passa bróður minn en fékk eitt þúsund og eitthvað krónur fyrir hreppsvinnuna. Ég er ánægð með þetta." - Hvað var vinnudagurinn langur í hreppsvinnunni? „Frá kl. 8-12 fyrir hádegi." - Fannst þér ekki erfitt að- vakna svona snemma? „Nei, nei, það var allt í lagi. Ég er vön því úr skólanum." - Hvaða áhugamál áttu? „Passa og lesa.“ - Hvernig bækur lestu helst? „Ævintýrabækur. Uppáhaldsrit- höfundurinn minn er Ármann Kr. Einarsson. - Þykir þér aldrei leiðinlegt að passa? „Bara þegar bróðir minn er óþekkur." - Hafið þið krakkarnir í Ólafsvík fengið mörg diskótek í sumar? *JI Svandís Sif Jónsdóttir. „Já, það hafa verið nokkur. Skátafélagið heldur þau. Ég er búin að fara á tvö og þau voru ágæt.“ Svandís sagði að diskótekin fyrir hennar aldurshóp stæðu frá kl. hálf átta til tíu á kvöldin. Kl. tíu kæmu svo 12-16 ára krakkar og dönsuðu til kl. eitt. - Jú, það verður meira spenn- andi.“ Við spurðum Svandísi að lokum um hvort hún hefði ferðast eitthvað á þessu ári. Það hafði hún svo sannarlega gert. „Ég fór til Vestmannaeyja um pásk- ana til að vera viðstödd ferm- ingu,“ sagði hún. „Svo fór ég afturtil Eyja 30. júní og þá með skátafé- laginu. Við fórum á skátamót. Það var ofsalega gaman. Svo fór ég suður til Reykjavíkur með mömmu og pabba í sumar." ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ „BREIKA“ Við Hraðfrystihús Ólafsvíkur sáum við tvo stráka á harða hlaupum. Við ókum þá uppi og töl- uðum við annan þeirra, Benjamín Þorgrímsson. Við spurðum hann fyrst hvort þeir væru að flýja undan lögreglu eða bófum. „Nei, nei,“ stundi hann móður. „Við erum að fara að hitta hann Elías, kunningja okkar, út af diskó- tekinu sem á að halda í kvöld. Við eigum nefnilega að vera plötu- snúðar." - Hvers konar tónlist ætlið þið svo að leika? „Lög með Duran Duran. Alveg pottþétt!" sagði hann. „Það verður bara að koma í ljós.“ - Færðu kaup fyrir að vera plötusnúður? „Nei-ei, ég er bara að aðstoða skátana. Ég er ekki einu sinni í skátafélaginu." - Er gott að búa í Ólafsvík? Brúnin lyftist á okkar manni. „Já, það er alveg æðislegt,“ sagði hann. - Hvað er svona gaman? „Maður hefur alltaf nóg að gera. Það er svo gaman að „breika". - Breikal! „Já, ég „breika" mikið. Við strák- arnir komum oft saman og „breikum". Stundum æfum við okk- ur inni í stofu heima hjá okkur. Það er líka hægt að æfa sig úti ef maður er með kassettutæki.“ - Hvað hefurðu verið að gera annað í sumar? „Ég æfi með 5. flokk Víkings. Stundum fæ ég að keppa en stund- um er ég varamaður." Benjamín Þorgrímsson. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.