Æskan - 01.11.1984, Page 10
Jón var sjö ára.
Hann var kallaður Nonni.
Nonni átti heima uppi í sveit.
Hann lék sér einn úti
allan daginn,
því að Gulla litla,
systir hans, sem var
tveggja ára, var búin að vera
veik í margar vikur.
Hún hafði því
ekki komið
út í snjóinn,
sem huldi nú alla sveitina,
bæði fjöll og dal.
Nú voru jólin að koma.
Nonni hlakkaði mikið til þeirra.
Mest hlakkaði hann til að
gefa systur sinni jólagjöfina.
Hann var búinn að ákveða
að búa hana til sjálfur.
Einn daginn
sagði hann við mömmu:
r
„Eg er að fara út til að
búa til jólagjöf handa Gullu“.
„Hvað á það að vera?“
spurði mamma.
„Það er leyndarmál“,
svaraði Nonni og brosti.
„Nú einmitt það“,
sagði mamma,
„en þarf ég ekki að láta
þig hafa efni í hana og áhöld?‘
„Nei“, sagði Nonni,
„ég hef allt sem ég þarf að nota'
Svo fór hann út og var lengi.
Um kvöldið sagði mamma
við pabba:
„Veist þú, að Nonni
er sjálfur að búa til jólagjöf
handa Gullu?“
„Nei, það vissi ég ekki“,
svaraði pabbi.
„Hefur hann ekki fengið
efni eða áhöld hjá þér?“
spurði mamma.
10