Æskan - 01.11.1984, Síða 11
..„Nei“, svaraði pabbi,
„hvorki spýtur né pappír,
hamar né skæri“.
„Hvað getur þetta verið“,
sögðu þau og voru mjög forvitin.
A aðfangadag sagði mamma:
„Ertu búinn að setja bréf
utan um gjöfina til Gullu?“
„Nei, það er ekki til nógu stórt
bréf utan um hana“,
sagði Nonni brosandi.
Þegar búið var að
borða og skoða allar
gjaílrnar, sem lágu
við jólatréð,
fór Nonni að sækja gjöfina
hennar Gullu.
Pabbi, mamma og Gulla
gátu varla beðið,
svo spennt voru þau.
Eftir svolitla stund heyrðu þau,
að Nonni kom stynjandi inn
ganginn og dró eitthvað
þungt á eftir sér.
Hann opnaði nú
hurðina,
og inn í stofuna rann
hægt og stirðlega magasleðinn
hans Nonna og á honum stóð
jólagjöfin:
Snjókarl - með hatt, trefil, pípu
og sóp.
Mamma hrópaði
upp og ætlaði að
fara að reka Nonna út
með karlinn.
En þegar hún
sá gleðisvipinn á
andlitum beggja bamanna sinna,
hætti hún við það og sagði:
„En hvað Nonni er góður.
Nú fær Gulla litla snjókarl,
þó að hún geti ekki verið úti“.
Pabbi var skrítinn á
svipinn og sagði:
„Er ekki best að setja
karlinn í bala, svo að hann
bleyti ekki nýþvegið gólflð?“
Það þótti öllum gott ráð.
Gulla skemmti sér best
við snjókarlinn, af öllu
sem hún fékk.
Henni þótti svo gaman
að klappa honum á
ískaldan vangann.
r
A jóladagsmorgun, þegar fólkið
vaknaði, var karlinn horfinn,
en balinn var fullur af vatni,
og á vatninu flaut hatturinn,
trefillinn, pípan og
sópurinn.