Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 26

Æskan - 01.11.1984, Síða 26
aðeins einn maður, ökumaðurinn, verið í bílnum. Hann skreiddist út sáralítið meiddur, dálítið blóðugur en óbrotinn. Þetta mátti kalla kraftaverk. Bíllinn var hins vegar svo gersamlega ónýtur að í honum var ekki heil brú. Þetta skeði reyndar á Straumey stutt frá hótelinu. Á leiðinni frá Leirvik til Skálafjarðar sáu þau kaupstaðinn í Fuglafirði og síðan var haldið áfram til Syðrigötu þar sem þau fóru í enn eitt „kaupfélagið". Ýmsir minjagripir voru keyptir í öllum þess- um verslunarferðum en víðast var aðeins stuttur stans og þetta var meira til þess að rétta úr sér milli bílferðanna. Það var í Götu sem þeir sáu mann með tvo til reiðar. Þeir þrættu dálítið um litinn á hestunum og Snæþór hafði síðasta orðið enda mestur hestamaður í ferðinni. Hann sagði að hest- arnir væru leirljósir. Frá Götu var haldið niður í Skálafjörð. Ekið upp að jarðgöngunum og í gegnum sjálfan Norðskalla, en svo heitir fjallið sem göngin eru í gegnum. Nú var haldið yfir brúna, um Hvalvík og Hósvík og Kollafjörð. Við Leinarvatn voru nokkrir fiskimenn en ekki fengu þeir afla svo séð yrði frekar en hinir við Saksun. Þau stoppuðu í Kvívík og tóku myndir. Kvöldið var sér- staklega fallegt, kyrrt um láð og lög og allt annað veður en þau höfðu lent í fyrr um daginn nyrst á Austurey. AFTUR Á VOGUM Áfram var ekið til Vestmanna. Leiðin til Vestmanna er falleg og þau sáu yfir til Voga handan Vestmannasunds. Vegurinn inn í Vestmanna er mjög þröngur. Þarna geta bílar varla mæst en allt gekk vel og þau óku niður að höfninni þar sem ferjan til Voga lendir. Um það bil er þau komu niður að höfninni var ferjan að leggja frá. Ferjumenn sáu hins vegar að þarna var bíll og fólk sem ætlaði að komast með. Bökkuðu ferjunni uppað og þau voru síðustu farþegar um borð. Síðan var lagt frá landi og siglt út á Vestmannasund. Uppi í farþegasalnum hittu þau tvo íslendinga, hjón frá Borgarfirði eystra, sem voru á ökuferð um eyjarnar. Þau höfðu enga sérstaka áætlun en ákváðu að skoða Vest- manna og eyjuna Voga þetta kvöld. Þeir Snæþór og Hlynur voru nú orðnir svo kunnugir í Færeyjum að þeir gátu sagt þeim hjónum ýmislegt um eyjarnar, ökuleiðir og hvað mark- vert væri að sjá. Ferjan lenti brátt við Oyrargjógv og nú var ekið í land, áleiðis til Sörvogs. Þau stoppuðu í Sandavogi því enn voru verslanir opnar og gaman að sjá hvað væri á boðstólum í kaupfélögum hingað og þangað. Ennfremur var stansað í Miðvogi en síðan ekið sem leið liggur til Sörvogs og ekki hægt á ferðinni fyrr en komið var að Hótel Vogar. Þeim var vel tekið á hótelinu. Gott var að þvo af sér ferðarykið og hvíla sig svolítið fyrir kvöldverðinn. Annar eigandi þessa hótels, Hugo Fjordoy kom brátt neðan úr Sörvogi og bauð þau velkomin. Hugo sagði þeim Hlyni °9 Snæþóri ýmislegt um eyjuna Voga. Ennfremur sagði hann frá því þegar þeir Lars Larsen, Ragnvald Larsen og hann sjálfur stofnuðu Flogfélag Foroya árið 1962 en upp úr Þvl hófst Færeyjaflugið. Dagurinn var orðinn langur og hafði verið viðburðaríkur. Eftir að hafa horft á danska kvikmynd i videotæki hótelsins fóru þeir að sofa. Upp rann síðasti dagur Færeyjaferðarinnar. ^ morgunverð var haldið út að þorpinu Böur en þaðan sér ve til Tindhólma. Þarna voru teknar myndir og gaman fannst þeim að skoða þennan litla vinalega bæ svo og Tindhólm- ann sjálfan. Þá var haldið inn í Sörvog en nú var laugardag_ ur og verslanir ekki opnar utan ein eða tvær. Eftir var að pakka niður dótinu sem keypt hafði verið en það tók þa félagana ekki langan tíma. Þau óku út á flugvöll. Sveinn skilaði bílaleigubílnum og brátt lenti Flugleiðavélin og ók upp að flugstöðinni. Þau hittu Brynjúlf Thorvaldsson flug; stjóra og Hallgrím Viktorsson flugmann ásamt lngiger°' Eggertsdóttur og Guðrúnu Fanneyju Júlíusdóttur fluð' freyjum. Svo var brottfararstundin runnin upp. Þeir félagarnjr Snæþór og Hlynur kvöddu Færeyjar með söknuði. Her hafði verið gaman að dvelja og margt skemmtilegt borið fyrir augu. Flugleiðavélin hóf sig til flugs af flugbrautinni en Brynjólfur flugstjóri flaug lágt út Sörvogsfjörðinn þannig að farþegarnir gátu virt fyrir sér mikilfenglegt og fagurt lands- lag Færeyja. Þeir höfðu eyjuna Voga á hægri hönd og eyjuna Mikines til vinstri. Síðan voru Færeyjar að baki og nú var flugið hækkað og stefnan sett til Egilsstaða. Eftir klukkutíma og fimmtán mínútna flug var lent á Egilsstaðaflugvelli. Nú var kveðjú' stund runnin upp því Snæþór fór hér úr, enda aðeins dágoð bílferð heim til hans, að Möðrudal á Fjöllum. Hlynur hél áfram til Reykjavíkur þar sem fjölskyldan tók á móti honum- Þeir kvöddust á flugvellinum félagarnir, sem orðið höfðo góðir vinir í ferðinni. Komið frábærlega vel saman og orðið landi sínu, þjóð og þeim sem stóðu að verðlaunakeppninn'- Æskunni og Flugleiðum, til sóma. Framhald 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.