Æskan - 01.11.1984, Page 30
Þessi jólasaga er um jólin í litlu
þorpi í Bandaríkjum Norður-Amer-
íku.
Börnin í þorpinu hlökkuðu ósköp
mikið til jólanna sem voru óðum að
nálgast. Litla þorpið þeirra var þak-
ið nýfallinni mjöll sem stirndi á.
Börnin vissu að bráðum mundi jóla-
sveinninn þeirra góði koma á sleða
í loftinu sem hreindýrum var beitt
fyrir, því það er ekki eins og jóla-
sveinarnir okkar sem koma arkandi
yfir fjöll og firnindi, því það er bara
einn jólasveinn hjá börnunum í Am-
eríku og hann kemur fljúgandi á
sleðanum sínum sem er hlaðinn
jólabögglum til barnanna og hann
lendir með sleðann og hjörðina á
húsþökunum og kemur gegnum
strompinn - og hann gleymiraldrei
neinum. Og jólasveinninn hann var
í óða önn að búa sig í jólaferðalagið
yfir hóla og hæðir, hann hlóð á
sleðann sinn pökkunum sem hann
hafði búið um og merkt börnunum í
þorpinu, hann rétti úr sér og teygði
sig allan því hann var orðinn gamall
á milli þess sem hann bjó um gullin
til barnanna. Það voru brúður og
bangsar, boltar og bílar og allskyns
leikföng, einnig bækur fyrir börnin
sem vildu lesa, því þessi jólasveinn
vissi alltaf hvað hver átti að fá sem
mundi gleðja mest. - Já sannar-
lega var hann undarlegur þessi
jólasveinn, það var eins og hann
færi í gegnum holt og hæðir. Hann
Jólasaga eftir:
Jóhönnu Brynjólfsdóttur
JÓLASVEINNINN OG JÓLIN
J