Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 32

Æskan - 01.11.1984, Síða 32
allavega litum Ijósum - hann var svo þreyttur - það var svo undur- gaman að horfa á stirndan himin- inn, allt var svo kyrrt og fagurt og undur hljótt - og jólasveinninn sofnaði - hann var svo þreyttur og svaf lengi undir stjörnubjörtum himninum og máninn glotti - og ósköp svaf hann vært og jólaljósin Ijómuðu í draumum hans. En þegar börnin vöknuðu um morguninn þá fundu þau sofandi jólasvein stóran og feikna feitan á bekknum fyrir framan húsið. Nú vaknaði hann við hávaðann í börn- unum, hann nuddaði stírurnar úr augunum, og krakkarnir drógu hann hálfsofandi að jólatrénu stóra og slógu hring um hann og jólatréð og sungu jólasöngva og að end- ingu slóst jólasveinninn í hringinn og söng með hárri fallegri bassa- rödd. - Og nú vissu öll börnin hvernig hann var og að hann var svo undur góður og glaður. Frumsamin jólasaga eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur Gleðileg jól! í agnarlitlu kringlóttu húsi, svörtu og hvítu, bjó agnarlítill hvítur snigill. Einn morgun vaknaði snigillinn eldsnemma, rak höfuðið út um dyrnar og gáði til veðurs. Sólin var að koma upp, döggin glitraði á grasinu og fuglarnir sungu. Og snigillinn fékk ómótstæðilega löngun til að nota þessa fögru morgunstund til að skoða öll fallegu blómin sem uxu niðri á enginu. En til að komast niður á engið varð snigillinn að fara yfir breiðan mold- arveg. Snigillinn lét það samt ekki aftra sér og lagði ótrauður af stað í þessa löngu ferð. Hann skreið út úr húsinu sínu og skildi útidyrahurðina eftir opna, hann var nefnilega dálít- ill slóði. Eins og þið vitið, hafa sniglarnir enga fætur, þeir skríða áfram á maganum og eru óttalega hægfara vesalingarnir litlu. Þess vegna var þessi litli vinur okkar óskaplega lengi á leiðinni. Um miðjan dag var hann aðeins kominn hálfa leið yfir veginn og þá var hann orðinn ósköp þreyttur. - Ó, hvað ég vildi að það væri ekki svona heitt í veðri, stundi hann, mikið vildi ég að sólin skini ekki svona skært. Til allrar hamingju fór litlu síðar að rigna og þá varð snigillinn glað- ur. Regnið þvoði allt rykið af honum og svo fékk hann líka vatn að drekka. Og nú mætti hann svörtum snigli. Og hvað haldið þið að svarti snigillinn hafi verið með á bakinu? Hann var með húsið sitt, því það skildi hann aldrei við sig. - Góðan daginn, góðan daginn, sögðu sniglarnir hvor við annan. - Hvers vegna ertu með húsið þitt á bakinu? spurði sá hvíti. - Vegna þess að þá get ég allt- af farið inn og hvílt mig þegar ég er þreyttur og þá hef ég skjól fyrir sólinni þegar hún er heitust. Hvíti snigillinn minntist þess nú hvað hann hafði verið þreyttur skömmu áður og hvað honum hafði verið voðalega heitt og hann sá að þetta var alveg þjóðráð. Hann ákvað þess vegna að snúa við og sækja húsið sitt. - Heyrðu vinur, sagði hann við svarta snigilinn, viltu ekki bíða mín hérna dálitla stund, ég ætla að skreppa heim og ná í húsið mitt, á eftir getum við svo gengið eitthvað saman. Snigillinn flýtti sér nú sem mest hann mátti heimleiðis aftur. Mörg- um klukkustundum síðar kom hann aftur og hafði húsið sitt á bakinu og hann var bæði sveittur og þreyttur. - Nú skaltu hvíla þig svolitla stund, sagði svarti snigillinn, og svo getum við haldið áfram. Um sólarlag voru sniglarnir loks- ins komnir yfir veginn og út á engið þar sem öll fallegu blómin uxu. Og þá voru þeir líka orðnir dauðþreyttir. - Nú er best fyrir okk- ur að fara að sofa og vakna frekar snemma í fyrramálið, og skoða þá öll blómin, sögðu þeir. Og þar sem báðir höfðu flutt húsin sín með sér gátu þeir farið beint í rúmið og þurftu ekki að fara alla leiðina til baka til að komast í húsið sitt. 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.