Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1984, Page 36

Æskan - 01.11.1984, Page 36
Á aðfangadagskvöld hefur Hanna Sólrún oftast borðað hamborgarahrygg. Henni þykir hann ofsa- lega góður. Fjölskyldan borðar á meðan messan er í útvarpinu og það finnst henni setja ennþá meiri svip á hátíðina. En í hvað langar Hönnu Sólrúnu mest í jólagjöf? „Skíðaútbúnað," svaraði hún. „En hann er bara mjög dýr. Ég fæ oftast mikið af bókum. Ég les ævintýrabækur og flestar þær barna- og ungl- ingabækur sem ég næ í. Ég hlakka til að hafa nógan tíma að lesa í jólaleyfinu.“ Ætlar að búa til margar lyftiduftssprengjur Einar Garðarsson 9 ára kallar ekki allt ömmu sína. Samtal okkar varð á þessa leið: - Hvað ætlar þú að gera í jólaleyfinu, Einar? „Ég ætla að búa til margar lyftiduftssprengjur og nógu rnargar." - Hvað ætlarðu svo að gera við þær? „Nú, auðvitað að sprengja þær. Það er ofsalega spennandi. Ég sprengi þær í kofa sem pabbi smíðaði og er á lóðinni heima.“ - Ætlarðu að sprengja á aðalhátíðisdögunum? „Nei, ég hef sennilega nóg að leika mér og stríða öðrum." - Nú, ertu dálítið stríðinn? „Já, mér finnst gaman að henda snjóboltum í fólk og tyggjóklessum í hárið á stelpunum í bekknum. Þær eru líka óþolandi grenjuskjóður. (Einar lék fyrir okkur hvernig þær grenja.) - Þykir þér gaman í skólanum? „Nei-hei. Maður má ekki einu sinni vera með tyggjó. Kennararnir verða vitlausir. - Þú sagðist henda oft snjóboltum í fólk. Verður það ekki reitt? „Jú, en maður þarf að vera nógu fljótur að hlaupa í burtu. Einu sinni elti bílstjóri mig og ók mér heim. Svo braut ég einu sinni rúðu í fjölbýlishúsi og pabbi þurfti að borga hana. Konan, sem bjó í íbúðinni, náði í vin minn og sagði: - Ef þú segir mér hver braut rúðuna sleppi ég honum við að borga hana. Hann gerði það en þá sveik konan loforðið.“ - Varstu ekki hræddur og skammaðist þín? Smá þögn. Einar varð vandræðalegur. „Jú, svolítið," sagði hann svo. „Ég ætlaði ekki að brjóta rúðuna. Boltinn var of harður." Við vékum umræðunni aftur að jóiunum. - Vakirðu lengi frameftir aðalhátíðisdagana? „Já, svona til klukkan þrjú. Ég leik mér að Sinclair- Spectrum tölvu sem pabbi á. í henni get ég teiknað kennarana í fýlu með því að ýta á nokkra stafi." - Hugsarðu um Guð á jólunum? Elnar Garðarsson „Nei, aldrei." - Biðurðu ekki bænir? „Jú, næstum á hverju kvöldi en stundum gleymi ég því.“ - Þá hlýturðu að trúa á Guð? „Já, kannski." - Gefur þú vinum þínum gjafir? „Já, einum í Svíþjóð. Ég hefði helst viljað gefa honum byssu en mamma hans er því miður á móti því.“ - Heldurðu að þú fáir margar gjafir? „Já, ég fæ líklega sex eða sjö.“ - Hvað langar þig mest í? „Fjarstýrðan rafmagnsbíl. Ég er búinn að láta mömmu hafa óskalista með tíu gjöfum og það á eftir að koma í Ijós hvað ég fæ.“ - Þakka þér fyrir rabbið, Einar. „Það er ekkert að þakka, nú get ég haldið áfram að sprengja lyftiduftssprengjur.“ Síðan var hann rokinn. Setja skóinn út í glugga „Ég hef nóg að gera í jólaleyfinu," sagði Ingvar Árni Ingvarsson 8 ára í samtali við okkur. „Ég leik mér mikið í snjónum, bý til snjókarla og snjóhús. Skemmtilegast við jólin er að fá jólapakkana. Ég fse ellefu pakka frá frændum og frænkum, systkinum og foreldrum. í fyrra fékk ég Star-Wars tæki frá mömmu og pabba. Það er leiktæki sem gengur fyrir raf- hlöðum. Á aðfangadag borðum við kjöt, ég man ekki hvað það heitir. Ég fæ að vaka eins lengi og ég vil. Það er gaman. Ættmenni koma í heimsókn og ég leik mér við krakka á mínum aldri.“ Árni Geir Eyþórsson, vinur Ingvars, sagðist lesa mikið um jólin og tala við fólk sem kæmi í heimsókn. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.