Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 40

Æskan - 01.11.1984, Síða 40
ÆðKUrOOTUIilNN Viltu ganga í Kiss klúbb? Bernt Másson, formaður aðdá- endaklúbbs hljómsveitarinnar Kiss í Svíþjóð, skrifaði Æskupóstinum og sagðist hafa frétt að Kiss ætti marga áhangendur á íslandi. Hann býður þeim að ganga í sænska Kiss-klúbbinn. Heimilisfang hans er: Kiss, Fancentre, Box 9025 151 09 Södertálje, Sverige. í ár kostar 45 sænskar krónur að vera í klúbbnum. Á móti fá félagar eigin- handaráritanir hljómsveitarmanna, myndir og fleira. Skrifið á ensku eða Norðurlandamáli og fáið frekari upplýsingar. Munið að láta alþjóð- legt svarmerki fylgja með. Það fæst á næsta pósthúsi. Brandarar Kæri Æskupóstur. Við erum hérna tvær sem viljum byrja á því að þakka fyrir gott blað. Þó mættu gjarnan vera fleiri get- raunir og veggmyndir í því. Okkur langar til að senda þér nokkra brandara og eina vísu. Það hljóðar svona: Frænkan: Ef ég má kyssa þig, Eiki litli, skal ég gefa þér fimm krónur. Eiki litli: Fimm krónur! Ég sem fæ tíu krónur fyrir að taka inn lýsi. Einu sinni var hundur á gangi í eyðimörk. Þegar hann var búin að ganga drjúgan spöl sagði hann: - Ef ég rekst ekki bráðum á tré þá pissa ég á mig. Óli við mömmu sína: - Mamma, eru kýr heimskar? - Já, kálfurinn minn. Hér er svo vísan: Halló, halló Æska, þú ert ágætt blað. Þetta færðu að heyra því við meinum það. Með kærri kveðju, Ásta Guðmundsdóttir, Sandholti 24, Ólafsvík. Svar: Þakka þér fyrir skemmtilegt bréf, Ásta. Það er enginn samræmdur taxti til yfir kaup 12 ára barna sem vinna við barnagæslu. Eftir því sem við komumst næst er algengt að þessi aldurshópur fái 25-40 krón- ur á tímann fyrir að passa eitt barn. Okkar skoðun er sú að kaupið eigi að minnsta kosti að vera það hátt að barnfóstran eða barnfóstrinn verði ánægð. Þá vinna þau líka starf sitt betur. Fleiri brandarar - Allt fólk hefur einhvern galla. Ég líka. - Já, það er áreiðanlegt? - Svo . . . hvaða galla, má ég spyrja? - Það hafa mörg slys hlotist af íþróttunum. - Finnst þér það? - Já, ég kynntist konunni minni í tennisleik. Sendandi: Auðbjörg María Ólafsdóttir, 12 ára IWWWWMVWI , Ohress með popp- þáttinn Hæ, hæ, póstur. Ég er hér með gagnrýni á blaðið. Mér finnst poppþátturinn alltof ein- hæfur. Alltof mikið er skrifað um einhverjar nýbylgju- og pönkhljóm- sveitir sem enginn veit deili á og hefur aldrei heyrt nefndar. Væri ekki hægt að breyta þessu? Birtið greinar og myndir af vinsælum hljómsveitum! Það mætti t. d. skrifa um Wham, Duran Duran, Culture Club, Cyndi Lauper og fleiri. Svo mætti vera veggmynd í hverju blaði. Bæ, bæ, Gunna le Bon, Borgarfirði. Svar: Þessari ábendingu þinni hefur verið komið á framfæri við umsjón- armann poppþátarins og við vænt- um þess að hann taki tillit til óska þinna. Við þökkum bréfið og hvetj- um lesendur til að halda áfram að skrifa okkur og láta óskir sínar í Ijós varðandi það hvers konar efni þeir vilja hafa í blaðinu. Viðtal við Stefán Baxter Kæra Æska. Ég vil þakka gott blað. Það fer batnandi með hverjum rnánuðinum sem líður. Ég er hér með tillögu um að þið eigið viðtal við Stefán Baxt- er, íslandsmeistara í breakdansi (skrykkdansi). Svo mættuð þið gjarnan skrifa meira um krakka sem breaka (skrykkja) mikið. Fleira var það ekki. Kær kveðja Árdís Huld, 11 ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.