Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 44

Æskan - 01.11.1984, Síða 44
„EFNI BOKARINNAR VAKTI MARGA TIL UMHUGSUNAR“ — segir höfundur bókarinnar „Barnið hans Péturs“ Árið 1977 endurútgaf Æskan bókina Barnið hans Péturs eftir sænska rithöfundinn Gun Jacobson. Um svipað leyti sýndi sjónvarpið sænskan framhalds- myndaflokk í 4 þáttum sem gerður var eftir sam- nefndri bók. Æskan gaf þessa bók út í tveim upp- lögum en hún er nú uppseld. í grófum dráttum fjallar Barnið hans Péturs um 15 ára strák sem tekur að sér ungbarn sem hann átti með jafnöldru sinni. í byrjun bókarinnar er Pétri lýst sem töffara; hann reykir og drekkur bjór. En allt í einu tekur líf hans á sig nýja mynd. Maríanna, barnsmóðir hans, er að flytja úr bænum og þröngvar honum til að taka að sér barnið. Hún segir að það sé alveg eins í hans verkahring og hennar að sjá um barnið. Pétri líst ekkert á blikuna fyrst í stað en smám saman sættir hann sig við nýja, óvænta hlutverkið. Honum fer að þykja mjög vænt um barnið og finnur til mikillar ábyrgðar gagnvart því. Líf hans hefur öðlast nýjan tilgang. Lesendur fá að fylgjast með honum í öllum erfiðleikunum sem hann þarf að sigrast á. Gun Jacobson er 54 ára. Hún er þekktur rithöfund- ur í Svíþjóð og hefur skrifað 16 bækur fyrir börn og unglinga. Þær hafa verið þýddar í Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Japan, auk íslands. Bækurnar um hann Pétur eru þrjár en aðeins sú fyrsta hefur komið út hér á landi. í Svíþjóð hafa bækurnar selst í rúm- lega fimmtíu þúsund eintökum. Gun Jacobson var stödd hér á landi í júlí sl. vegna Alþjóðlegrar menn- ingarráðstefnu I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinn- ar). Blaðamaður Æskunnar hitti hana stuttlega að máli á Hótel Loftleiðum sama dag og hún hélt utan aftur. Umræðan hófst á Barninu hans Péturs. Gun sagði að bókin hefði vakið mikla athygli í Svíþjóð þegar hún kom út. „Efnið þótti óvenjulegt og vakti marga til umhugsunar. Það var sjaldgæft að 15 ára strákur gengi barni bæði í móður- og föðurstað", sagði hún. „Svo þótti mörgum spennandi að fylgjast með þeirri breytingu sem varð á Pétri; hvernig hann snerist frá kalda töffaranum í virkilega góðan og ábyrgan pabba. Einnig veltu lesendur því fyrir sér hvort strákar gætu ekki og ættu ekki alveg eins og einstæðar mæður að ala upp börn sín.“ - í bókinni er komið allnokkuð inn á áfengis- neyslu. Pétur drekkur bjór eins og svo margir aðrir unglingar í Svíþjóð og pabbi hans er alkóhólisti. Ég spurði Gun hvort hún fjallaði alltaf um áfengis- neysluna í bókum sínum. - Það var auðséð á henni að spurningin kom ekki á óvart. Líklega hefur hún oft verið spurð þessarar spurningar einkum fyrir það að margir vita að hún er bindindismaður. BJÓRDRYKKJAN VANDAMÁL í SVÍÞJÓÐ „Ég tek áfengið fyrir í nokkrum verka minna - ekki öllum. Þó fjalla ég ekki um áfengið eitt og sér því áfengisneysla er svo oft tengd ýmsum öðrum félags- legum þáttum, afleiðinga af öðru. Bjórdrykkjan ert. d. stór þáttur í lífi ungmenna í Svíþjóð og því ekki einkennilegt að hún komi nokkuð við sögu þegar unglingabók er skrifuð. Ég hef áhuga á því að opna augu unglinganna fyrir því böli sem áfengið er og öllu því rótleysi og tilgangsleysi sem það býður upp á. Bjórneysla unglinga er vandamál í Svíþjóð, það vita allir. Flestir unglinganna leiðast út í drykkjuna til að sýnast. Strákar til að sýnast töffarar og stelpurnar til að vera með í klíkunum. Pétur er eins og margir aðrir unglingar; hann vill sýnast áræðinn og fullorðinn. En það er grunnt í mannlegu tilfinningarnar í honum. Það sýnir sig þegar hann þarf að taka á sig ábyrgð og hugsa um barnið. Þá vill hann leggja allt í sölurnar fyrir það. Líf hans hefur tekið nýja stefnu - öðlast tilgang." Þegar við Gun höfðum rætt efni bókarinnar fram og aftur snerust hlutverkin við um tíma. Hún fór að spyrja mig um íslenskar barna- og unglingabækur; hvað þær væru prentaðar í stóru upplagi, hvað höf- undar fengju fyrir þær, um hvað þær fjölluðu, hvað höfundarnir væru margir og svo framvegis. Hún hafði lesið nokkrar bókanna sem komið höfðu út á Norður- löndunum. Ég reyndi að greiða úr spurningum hennar eftir því sem þekking leyfði og þegar hún hafði gert sig ánægða með svörin forvitnaðist ég svolítið um hana sjálfa. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.