Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 48

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 48
 / þessari grein segir T. M. Downs frá lifnaðarháttum dúfna Þaö er komið vor. Allan veturinn höföu bréfdúfurnar mínar ekki sýnt hinn minnsta áhuga hver fyrir annarri. Á hverjum degi, þegar þær komu úr æfingaflugi settust þær strax hver á sitt prik. En nú var þetta breytt. Nú hljómaði kurrið um allan kofann. Dúfurnar höfðu tekið sér fyrir hendur það þýðingarmikla verk að velja sér maka og stofna bú. Dúfur velja sér maka til lífstíðar. Eldri pör byggja sér hreiður strax og dag tekur að lengja, oftast nær í febrúar, og stuttu síðar byrjar „unga fólkið" að leita lífshamingj- unnar. Karrarnir kurra og reisa höfuðið til þess að virða fyrir sér hina fjölbreyttu liti dúfnanna. Þeir spígspora fram og aftur og belgja upp sarpinn. En dúfurnar virðast alveg áhugalausar. Aðeins ef karr- inn verður alltof ákafur í áleitni sinni, getur það hent, að dúfan veiti honum eftirtekt, en þá einungis til þess að slá hann kröftuglega með vængjunum. Það liggur við að mað- ur heyri þær tauta: „Ja, sá er góður!“ En þeim er ekki eins leitt og þær láta, blessaðar, og fyrr eða síðar velja þær einhvern hinna áköfu biðla. Og það er með dúfur eins og menn, að oft virðist manni valið næsta furðulegt. Stundum ber það við, að dúfur utan af götunni slæð- ast inn í kofann og maður skyldi ætla að í augum virðulegs karra væru slíkar dúfur ekki mikið augna- yndi. En þær finna sér maka, þótt rytjulegar séu og standi mörgum hinna tömdu dúfna langt að baki í fegurð og reisulegri framkomu. Þegar dúfur hafa parað sig saman eru þær sem ölvaðar af hamingju rétt eins og brúðhjón um hveitibrauðsdagana. Þær eru alltaf saman, þrýstu sér þétt hvor upp að annarri, nefjast og kjassa, svo að liggur við að maður blygðist sín fyrir þeirra hönd. Ef ég vil halda ungunum læt ég bréfdúfurnar mjög sjaldan velja \ sér sjálfar maka. Það er hentugra fyrir mig að para saman fugla af góðu kyni og með góða flughæfi- leika. Venjulega er nóg fyrir mig að loka þær inni í klakkassa, en fyrst eftir að þær hafa verið hátíðlega kynntar. Ella fá þær strax andúð hvor á annarri og allt rennur út í sandinn. Þegar ég þarf að kynna tvær dúfur, læt ég þær vera einar í kofanum. Það líður ekki á löngu þar til vel fer á með þeim. Það er ekki auðhlaupið að því að skilja dúfnahjón og gifta þau aftur. Einu sinni átti ég sérlega góðan karra, og er nú af honum hið besta og myndarlegasta kyn. Hann hét Svarti Jakob og sá, sem seldi mér hann, setti það sem skilyrði, að hann fengi hann að láni einhvern tíma seinna. Ég gekkst inn á það og einn góðan veðurdag sendi ég honum hann. Nokkrum mánuðum seinna fékk ég bréf þess efnis, að karrinn væri á leiðinni heim aftur og hefði ekki orðið til neins gagns. Hann hafði verið kynntur hátíðlega fyrir einum fimm-sex fyrirmyndar fegurðardúfum, en vildi ekki líta við þeim. Hann hékk bara á prikinu sínu með hangandi haus, sjúkur af heimþrá. Hann kom heim illa haldinn, solt- inn og þyrstur. Hann varð frá sér numinn af fögnuði, þegar hann uppgötvaði, að hann var kominn aftur heim. Hann flaug í hendings- kasti að gamla hreiðrinu sínu og gleðin Ijómaði í augum hans, þegar hann sá aftur kerlu sína. Ég fékk 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.