Æskan - 01.11.1984, Page 58
Námskeið á
Margir veröa fyrir því aö þurfa vegna veikinda að vera í
stööugu sambandi viö sjúkrahús í Reykjavík, eiga þar ekki
heima eða geta ekki búið þar einir, eru ekki heilbrigðir en
þó ekki svo veikir að þeir þurfi nauðsynlega að fá vist á
sjúkrahúsi. Þetta fólk þarf að komast á stofnun sem hvorki
er sjúkra- né gistihús en getur þó sameinað kosti beggja.
Til að veita þessu fólki hjálp stofnaði Rauði kross íslands
Sjúkrahótel RKÍ árið 1974. Þar geta 28 gestir dvalið í senn.
Sjúkrahótelið heldur upp á 10 ára afmælið hinn 10. des-
ember 1984 á sextugsafmæli Rauða kross íslands.
í hópi fatlaðra eru margir sem þurfa þjálfun til starfa sem
unnt er að veita þótt allir limir séu ekki heilir. Til þess að
reyna að veita fötluðum hjálp í þessu skyni átti Rauði
krossinn frumkvæði að stofnun Skóla fatlaðra. Með því er
reynt að leggja lið til þess að sem flestir fatlaðir geti orðið
nýtir og hamingjusamir borgarar.
Rauði krossinn reynir með ýmsum hætti að auðvelda
öldruðum lífsbaráttuna. Hinar ýmsu deildir hans vinna að
því á margvíslegan hátt. Má þar t.d. nefna skipulagningu
heimsókna til þeirra öldruðu sem orðnir eru einmana. Á
þessu sviði er sérstaklega brýn þörf aðstoðar frá hinum
mörgu og ungu lesendum ÆSKUNNAR. Flestir þekkja ein-
skyndihjálp.
hverja sem orðnir eru einmana fyrir elli sakir eða af öðrum
ástæðum. Heimsóknir til þeirra yrðu áreiðanlega vel þegn-
ar frá ykkur sem gefið ykkur tíma til að lesa þetta afmaelis-
rabb. Með því móti getið þið gengið beint inn í einn af
verkþáttum Rauða kross íslands.
Reynt er að veita aðstoð til þess að sem allra flestir
aldraðir og vanheilir geti varið deginum í góðum og
skemmtilegum félagsskap. Þess vegna er leitast við að
koma upp svonefndum dagvistum. Góðkunnust af viðleitm
Rauða krossins í þessu skyni er stofnun sem hann átti þátt
í að koma upp í Reykjavík. Hún nefnist Múlabær og nýtur
mikilla vinsælda.
Leitast er við að skipuleggja aðstoð við sjúklinga í sjúkra-
húsum. Alkunnast á þessu sviði er starf kvennadeildar
Reykjavíkurdeildar RKÍ. Af um 700 konum sem eru félagar
deildarinnar starfa um 280 við margs konar sjálfboðastörf i
sjúkrahúsum, afgreiðslu í verslunum, útlán bóka o.fl.
Um allan heim reyna félagar Rauða krossins að líkna
þeim flóttamönnum sem hvergi eiga óskoraðan rétt til
búsetu. Hér á landi er það hlutverk Rauða kross íslands að
taka á móti þeim erlendu flóttamönnum sem hér hafa
fengið landvist, hjálpa þeim til að koma sér fyrir, fá atvinnu,
58