Æskan - 01.11.1984, Page 65
Titill: 2
Flytjandi: Tíbrá
Útgefandi: Dolbít
Stjörnugjöf:
★ ★ ★ fyrir hlið A
★ ★ ★ ★ fyrir hlið B
Skagahljómsveitin Tíbrá hefur
löngum tileinkað sér nýjungar í
poppmúsíkinni. Nægir í því sam-
bandi að benda á plötuna „í svart-
hvítu“ sem kom út fyrir tveimur
árum. Þar spreytti hljómsveitin sig
m. a. á kuldarokki með góðum
árangri.
Nú ríða Tíbrárpiltarnir á vaðið
með fyrstu íslensku breakdansplöt-
una. Á plötunni taka þeir jafnframt
jamaíska reggítaktinn til meðferðar.
Útkoman er eins og best verður á
kosið. Sérstaklega er gaman að
hlýða á kröftugan og ákveðinn
bassaleik Jakobs R. Garðarssonar
og líflegan raftrumbuleik Eiríks
Guðmundssonar. Þá er söngur
þeirra félaga fjörmikill og aðlað-
andi, einkum í laginu „Föstudags-
reggí“.
Veiki hlekkur plötunnar eru text-
arnir. Þeir eru óttalegt bull, eins og
reyndar þorri íslenskra dægurlaga-
texta. Þá hlið málsins bæta Tíbrár-
piltarnir aftur á móti upp með ein-
hverjum bestu tóngæðum (sándi)
sem heyrst hafa á íslenskri plötu.
Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi.
„Þetta er Víðir bróðir minn á
kvígunni Skjöldu“. Ingibjörg
Sigurðardóttir, Víðinesi
Hólahreppi, Skagafirði.
TÖLVUPOPP
Titill: Onze Danses
Flytjandi: Marc Hollander
Útgefandi: Recommended
Records
Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★
Belgíski hljómborðsleikarinn
Marc Hollander er tvímælalaust í
fremstu röð tölvupoppara. Hann er
bæði fingralipur, tæknilegur, hug-
myndaríkur og býður upp á fjöl-
breyttustu útsetningar. Á „Onze
Danses" spilar hann t. a. m. „dinn-
erballöður", barnagælur, þjóðlaga-
popp og framsækið tölvupopp í
anda Tangerine Dream. Spilagleð-
in og belgíska framúrstefnuhljóm-
sveitin Aksak Maboul hjálpa síðan
við að gera plötuna hina eigu-
legustu.
65