Æskan - 01.11.1984, Síða 73
„Qóður dagur byrjar að morgni."
LÉTTUR HÁDEGISVERÐUR:
Mánudagur:
' Jaröaberjajógúrt (lbox) 180 g,
rúgbrauö 30 g. smjör/smjörui 5 g,
lYlaribo-kúmenósiur 10 g,
egg 60 g, tómatur 50.g, áuaxtasafi 1,2 dl,
mjólk 2 dl,
Þriöjudagur:
Skyr (lítíl dós) 200 g, rjómabland (12%), 1 dl,
gróft brauó 30 g, smjör/smjörvi 5 g,
brauöostur 10 g, blóömör/ lifrarpylsa
ávaxtasafi 1,2 dl, miólk 2 dl
prótein mjólkurinnar, kaseinið. En
ostur er meira en fæðutegund.
Hann er hluti af menningarsögunni.
Ostur, brauð og góður drykkur voru
hornsteinar í fæðu hinna fornu
menningarþjóða við Miðjarðarhaf
og óaðskiljanlegur hluti daglegs
lífs.
Hráefni ostsins er fiturýrð mjólk,
þ. e. mjólk sem úr hefur verið tek-
inn hluti fitunnar.
OSTUR í MATSELD
í matseld og bakstri er hægt að
hafa ost margvíslega. Hér á eftir
eru nokkur dæmi um ost í ýmsum
réttum. Uppskriftirnar eru valdar og
teknar saman af húsmæðrakenn-
urum.
Ostasúpa
UPPSKRIFT FYRIR 4
1 I gott kjötsoð eða soð af teningum
4 eggjarauður
V/z dl rifinn Gouda 45% eða Fondueostur
1V2 dl rjómi
Hitið soðið. Gott er að bragðbæta það með
sérrí.
Hrærið saman egg, ost og rjóma.
Hellið blöndunni út í soðið og hrærið vel í á
meðan. Látið suðuna koma vel upp og hræriö
í allan tímann.
Svissneskur brauðréttur,
„Ramegquin"
8 sneiðar hveitibrauð
8 sneiðar Óðalsostur
2 egg
3 dl mjólk
salt
múskat
Leggið brauðsneiðarnar í smurt, eldfast mót
og ostsneiðarnar ofan á brauðið. Ost-
sneiðarnar þurfa að vera um 1 cm á þykkt.
Sláið eggin í sundur og blandið mjólkinni sam-
an við þau. Kryddið með salti og múskati.
Hellið blöndunni yfir brauðið og ostinn og
bakið við 175°C i 30 mínútur eða þar til
eggjablandan hleypur.
Ef óskað er má leggja beikonsneiðar á milli
brauös og osts. Eins má nota skinku, t. d.
skorna í teninga, og sveppi.
Ofnsteikur fiskur m/osti
'/2 kg fiskflök
2 tsk salt
'A tsk pipar
6 msk brauðmylsna
100 g smjör
200 g rifinn Gouda 45%, eða Maribó.
Fljótlegur og góður hádegisverður með
hrærðum kartöflum og hráu grænmetissalati.
Kryddið brauðmylsnuna með salti og pipar.
Skerið flökin i stykki, veltið þeim upp úr
brauðmylsnunni og raðið í smurt eldfast mót
- setjið rifinn ostinn milli laga. Stráið
brauðmylsnu yfir og setjið smjör í bitum ofan
á. Bakið í 200°C heitum ofni í 25-30 mín.
Berið hrærðar kartöflur, grænmetissalat og
kavíarsmjör með.
Kavíarsmjör: 125 g smjör, 3 msk reyktur
kavíar, 1 msk rifinn laukur. Hrærið allt sam-
an og berið fram í lítilli skál.
Frönsk ostasúpa
2 msk smjör
2V2 msk hveiti
salt, pipar
1 tsk paprikuduft
2 msk madeira
2 I gott soð
1V2 dl peyttur rjómi
3 dl rifinn ostur 45%
1 eggjarauða
Bræðið smjörið, setjið paprikuna út í ásamt
hveiti. Þynnið smátt og smátt með heitu
soðinu. Kryddið með salti, piparog madeira.
Sjóöið súpuna í 5 mínútur. Setjið súpuna í
skál, bætið þeyttri eggjarauðu, osti og rjóma
í, þeytið rösklega í um leið.
Berið snittubrauð með súpunni.
73