Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 84

Æskan - 01.11.1984, Síða 84
Einu sinni var lóa sem haföi átt hreiður sitt um árabil í einum afdal á íslandi, hún þekkti heiöland sitt vel og undi þar á hverju sumri þegar hún kom úr suðrinu heim til landsins síns svala í norðrinu. Oft voru sumrin svöl og það rigndi fjarskalega og snjóhret blésu yfir kalda blásna melana - en alltaf kom hún aftur, þráin bar hana heim til eyjunnar lengst úti í Atlantsálum. Oft hafði hún verið hrædd um framtíð sína og sinna þegar hretin dundu yfir um sumartímann á landinu hennar kalda. En ávallt hugði hún til hreiðurgerðar hugrökk og vongóð og kom ungunum sínum á legg og þeir urðu fleygir og þreyttu flugið þegar rökkva tók og sólin lækkaði gang sinn á haustin. Þá var það dag nokkurn að hún flaug venju fremur langt frá heiðlandi sínu í dalverpinu að skyndilega gerði grimmdar él með ofsaroki og hún lamdist langt frá átthögum sínum í stormhviðum. 0, hve hún var óttaslegin, hún var nýkomin heim úr suðrinu svo fagnandi og hugði til hreiðurgerðar og bús og barna. En hún þekkti þessi hret svo vel, hún sveiflaðist eins og laufblað í stormhviðunum og loks var hún komin að fjöruborðinu og sá öldurnar langt að kast- ast brimlöðrandi að klettunum þar sem hún kúrði lamin og aðframkomin af veðurhamnum. Loks fann hún afdrep í gömlu skipi sem lá þar á grynningun- um og hreiðraði um sig í gömlu segli sem lá þar í kaðalhrúgu - hún var svo örþreytt að hún gat ekki hreyft vængina lengur og hún sofnaði. Hún vissi ekkert, bara svaf löngum djúpum svefni og skipið var komið út á regin haf og sjómennirnir voru önnum kafnir í störfum sínum og vissu ekkert um litla hrakta farþegann. Litla lóan iauk upp augunum sem snöggvast en sofnaði strax aftur, og fann aðeins velting sem vagg- aði henni aftur í svefn, það var svo gott að sofa og hvílast, hún sá ekki opið hafið á alla vegu, augu hennar voru límd aftur af þreytu - hún var ekkert svöng en þyrst og rak nefið niður í poll sem safnast hafði í fellingu á seglinu, og enn sofnaði hún aftur. Og nóttin lagðist yfir og rökkrið var svo friðsamt og hún svaf nóttina í seglinu. Og það kom dagur og birti, sólin björt og dýrðleg reis yfir hafinu og sendi geisla sína á öldurnar sem risu nú skínandi eins og lýsigull á haffletinum - og litla lóan vaknaði við varmann og leit undrandi í kringum seglið og flaug nú upp á borðstokkinn og sá endalaust hafið á alla vegu - hafið sem hún hafði svo oft horft yfir og flogið - en hún var nú villt og vissi ekkert í hvora áttina hún átti að halda, og ákvað að halda kyrru fyrir og sjá hverju fram yndi. Hún fann brauðmola þegar rökkva tók og regnvatn hafði hún í seglinu. Enginn hafði enn séð hana og skipið hélt áfram í vesturátt, oft sat hún við borðstokkinn falin í seglinu og horfði á öldurnar og lét sig dreyma, það var svo friðsamt á kvöldin þegar sólin sofnaði út við hafflötinn og öldurnar rauðgullnar vögguðu sér værðarlega í nætursvalanum. Þannig liðu margir dagar. Hún gat alltaf fundið sér korn uppi á dekki skipsins þegar kvölda tók og regnvatni hafði hún nóg af. Enginn hafði enn komið auga á hana, og særinn var svo hrífandi og margbreytilegur hann var eins og margbreytilegt ævintýr. Lóan litla elskaði sæinn þeg- ar hann var hljóður og blíður og hvíldist, þá lét lóan sig dreyma um eyjuna sína í norðri, sem að vísu var hrjóstrug en átti eld í brjósti, fossa, fjöll og grösuga dali, hún elskaði landið sitt, heitt hraunið og móarnir voru hlýir og notalegir og kjarrið sem óx í hraungjót- unum var grænt og ilmandi á sumrin. Oft hafði hún setið upp við fossana sem féllu niður í gljúfrin, það var niður sem söng í minni lóunnar, „Ó, hvenær fæ ég að fljúga yfir blessað landið mitt,“ hvíslaði lóan litla út í næturfriðinn, sólin var að síga í sæinn gullinn eins og risaepli. Særinn var sem sofandi og sólin breiddi yfir það rauðgula værðarvoð þrædda glitrandi ívafi, allt svaf svo rótt og vært í náttúrunni. Lóan elskaði líka sæinn úfinn og máttugan, hann kenndi henni að trúa á mátt sinn, hún var barn náttúrunnar og elskaði margbreytileika veðráttunnar og fegurð jarðarinnar, augu hennar höfðu litið svo mikla fegurð sem hún gat endurspeglað með lokuð augun og vængir hennar sem virtust svo smáir höfðu borið hana langar vegalengdir. Þá var það einn morgun er hún vaknaði venju- fremur snemma að hún sá fugla fljúga yfir sem lóan vissi af reynslu sinni að lifðu við sjávarsíðuna og lóan vissi þá að land var nálægt. En ekki strendurnar hennar heima - hér var hiti í lofti og raki og flugur, fiðrildi marglit, hvar var hún? Var þetta annar heimur? Hún sá að sjómennirnir voru önnum kafnir að sinna störfum sínum, skipið var að leggjast að. Hún sá fólk niður við höfnina margbreytilegt - hvítt, svart, gult - af öllum þjóðernum - lóan sá að 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.