Æskan - 01.11.1984, Síða 88
Föndurkrókurinn
Laufsögun
Áhöld
Flestir drengir þekkja laufsögina,
því að hún er algengt verkfæri í
smíðastofum barnaskólanna. Best
er, að sagarboginn sé stæltur og
vel fjaðurmagnaður, þá strengir
hann blöðin betur. Laufsagarblöð-
in eru dálítið misjöfn að gróf-
leika. Þegar blað er skrúfað í
sögina, þarf að gæta þess, að tenn-
ur þess vísi að handfanginu. -
Nauðsynlegt er einnig að eiga sag-
arklauf. Hún er úr tré og er fest á
borð með lítilli járnþvingu. Á klauf-
inni liggur platan, sem söguð er. -
Lítill bor þarf einnig að vera við
hendina, því að oft þarf að gera göt
fyrir sagarblað, þegar söguð eru
lauf, sem eru alveg innilokuð. Þeg-
ar keypt eru svokölluð laufsagar-
sett, fylgja þessi þrjú verkfæri
venjulega, ásamt 12 sagarblöðum
og einni teikningu.
Efnið
Venjulegasta og besta efnið,
sem notað er til laufsögunar, er 4
millimetra þykkur birkikrossviður.
Einnig má auðvitað nota aðrar
þykktir, til dæmis 3 mm og 5, 6 og 8
mm. Það fer eftir því, hvað hentar
best í þann hlut, sem saga skal út.
Margt annað efni en krossviður
kemur til greina til útsögunar, jafn-
vel þunnar plötur úr málmi. En yfir-
leitt má þó segja, að aðeins þunnar
plötur séu nothæfar og léttara er að
saga því þynnra sem efnið er.
Sögunin
Eins og áður er sagt, er sagar-
klaufin skrúfuð á borð. Síðan situr
sá, er sagar, við það á hæfilega
háum stól. Halda skal söginni lóð-
rétt og saga frekar létt og liðlega.
Athuga þarf að hafa sögina á tíðri
hreyfingu upp og niður, þegar
beygjur eru sagaðar. Annars vill
snúast upp á sagarblaðið og sögin
verður „rangskreið". - Teikning
þess, sem saga skal út, er flutt yfir
á plötuna með kalkipappír eða þá
að hún er límd beint á efnið. - Sé
um göt eða innilokaðar rósir að
ræða í teikningunni, er best að
saga það fyrst út, en þá umlínurnar
síðast. Auðvitað er best, ef hægt
er, að saga nákvæmlega eftir lín-
unum í teikningunni. Ef það tekst
ekki að fullu, þannig að smá mis-
fellur sjást, þá er hins vegar oft
hægt að sverfa þær af með litlum,
fínum þjölum eða sandpappír. -
Það er við þetta eins og annað, að
best er að byrja á léttum verkefn-
um, en smáfæra sig svo upp á
skaftið. Allt kemur þetta smátt og
smátt með æfingunni.
Þegar sagað er innan úr götum,
Margt er hægt að saga út.
88