Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1984, Síða 91

Æskan - 01.11.1984, Síða 91
Það var vorið 1951, að ég var að aka af túninu heima á Hrærekslæk, að ég fann átta rjúpuegg í einni afrakshrúgunni svona tíu metra frá bænum. Ég hætti við að taka þessa hrúgu, lagaði hanatil svo beturfæri um eggin. Rjúpan undi þarna vel hag sínum og bætti tveim eggjum við. Hún lá svo róleg á að ég mátti strjúka hana í hreiðrinu. Nú fór ég að hafa áhyggjur út af rjúpunni og ungunum hennar. Ég átti nefnilega kisu sem var þó nokk- uð mikil veiðikló, að loka hana inni fannst mér ekki koma til mála. Hvað átti ég að gera, láta lóga kisu, nei, þá myndi einhver segja, nei, nei, ég vil það ekki, en að reyna að semja við kisu og láta hana skilja að hún ætti að láta allt kyrrt. - Þegar að því var komið að ungarnir færu að skríða úr eggjun- um, tók ég kisu, fór með hana út að hreiðrinu, sýndi henni það, - strauk rjúpunni um bakið og sagði við hana: „Kisa mín, ég á þetta, þú lætur það kyrrt eða ég tek fast í skottið á þér,“ og kippti um leið í skottið á henni til áherslu. Síðan komu margir ánægjulegir dagar. Rjúpan kom með allan hópinn heim á hlað og át með hænsnunum, einnig önnur rjúpa sem ungaði út í arfabing nokkuð lengra frá bænum. Oft sat kisa á bæjarhellunni og horfði á rjúpurnar með ungana en tók engan þeirra. Þá var það einn dag að ég sá að maður var að læðast að hópnum mínum, sem var í mestu makindum að tína í sarpinn sinn rétt hjá fjárhúsi fram á túni. Hann var með byssu svo ekki var að efast um hver ætlunin var. Þá klappaði ég saman lófunum, þær flugu allar til mín heim á hlað. Ég sagði þessum manni að láta mínar rjúpur í friði, á meðan þær væru undir minni hendi ætti ég þær. Seint í nóvember hurfu þær burt og hef ég ekki séð þær síðan svo að ég viti enda voru þær ekkert auð- kenndar. Seint í mars sat ég við baðstofu- gluggann og var að lesa í bók. Þá sé ég að þrjár rjúpur komu fljúgandi heim á baðstofuþakið. Það voru tveir karrar og einn kvenfugl. Karr- arnir voru að fljúgast á og hjuggu og rifu hvor annan. Seinast var annar orðinn svo særður að blóðið lagaði úr honum, og mér virtist hann allur flakandi í sárum, en hinn flaug á brott með konuna sem um var barist. Kisa varð vör við þetta og þaut út um opinn gluggann. Hún gegndi mér ekki. Rándýrseðlið varð ekki svæft að því sinni og þeg- ar ég kom út var hún farin að gæða sér á rjúpukarranum sem ósigurinn beið. Ég gekk inn aftur og fannst fæturnir varla geta borið mig og það kom einhver móða á gler- augun mín sem ég réði ekki við. Mér fannst veröldin vond og fláráð. Hvort þetta voru mínar rjúpur veit ég ekki, en það gæti verið. Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk FLOKIN KAPPREIÐA SAGA Þrír menn, sem hétu Lárus, Kristján og Sigurður fóru á veð- reiðar. Þeir áttu einn hestinn hver, og tóku þeir þátt í hlaupinu. Einn hestur hét Ljómi, annar Bessi og sá þriðji hét Soldán. Það er hægt að finna hver af hestunum kom fyrstur í mark, af lýsingunum, sem ég gef hér á eftir. Nú skaltu reyna að komast að þessu en þú mátt ekki vera nema 5 mínútur að því. Hestur Sigurðar var jarpur á lit, Bessi hafði unnið 250 króna verðlaun áður og hestur Lárusar hafði aldrei verið á kappreiðum áður. Ljómi datt þegar hann var að fara af stað og meiddist í fæti og gat ekki tekið þátt í hlaupinu. Hestur Kristjáns hafði verið fyrstur allan sprettinn þangað til brúnn hestur fór fram úr honum í marki og varð fyrstur. — Hver af hestunum vann? — Svar er að finna á bls 101. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.