Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 98

Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 98
„Járnleikur“ Valentins Sex aðstoöarmenn koma inn með lóð á stöng og setja á sviðið. Þessir sex eru ekki bara til að sýnast - lóðið og stöngin vega 395 kg. Kraftajötunninn fer í brú, þannig að þunginn hvílir á fótum og höfði. Stöng- in og lóðin eru sett á læri hans og þar á standa þrír menn, sem mynda pýramída. Ekki nóg með það - Hann tekur aðra lóðastöng, sem vegur 90 kg og á henni vegur fjórði aðstoðarmaðurinn salt. Þannig lyftir hann 780 kg. Annað atriði. Lyftingamaðurinn leggur brún járnpalls, sem vegur 400 kg á axlir sínar. Bíll keyrir inn á pallinn, og þar með eru komin 1270 kg til viðbótar á hann. Það eru endalaus atriði af þessu tagi. Hann fer í boltaleik með þrjár málmkúlur, sem vega 40 kg hver, kastar 70 kílóa kúlum úr annarri hendinni í hina, 112 kg kúla, sem sett er í sex metra hæð er látin falla á háls hans. Kúlan opnast og út úr henni stekkur kona . . . Það er Valentin Dikulis, sem gerir öll þessi brögð kraftajötunsins í sirkusnum. Hann er þéttvaxinn, hæglátur maður, myndarlegur með þykkt skegg. Hann hefur gaman af því að koma fram og honum veitist það ótrúlega auðvelt. Hann kemur fram af lítillæti. Það er ekkert dramatískt, sem fylgir atriðum hans, eins og t. d.æsifenginn undirleikur á trommur. Frá barnæsku hefur sirkusinn verið draumur hans og hann varð sirkuslistamaður. Fyrst var hann í loftfimleikum, sterkur og óttalaus. í september 1962 féll hann niður. Eina sem hann man, var að hann heyrði þungan dynk. Mænan skaddaðist og fætur hans lömuðust. Dómur læknanna var, að hann yrði ætíð í hjólastól, eða að hann gæti í besta tilfelli stuðst við hækjur. En honum datt aldrei í hug að hætta sirkusstarfinu. Hann gat gert æfingar með stengur, lóð og kúlur í hjólastólnum. Mánuði eftir að hann var útskrifaður, renndi hann stólnum sínum inn í klúbb verkalýðsfé- lagsins. Stjórnandinn aðstoðaði hann við að koma á fót sirkushópi. Piltarnir í hópnum báru hann í hjóla- stólnum inn í klúbbinn, þar sem hann þjálfaði þá og æfði sig. Valentin Dikulis notaði eigin þynd til að vega á móti lóðunum. Það varð til þess að hann gat reist sig örlítið upp. Einnig var notuð rafmagnsörvun. Hann tengdi elektróður við fætur sína og gaf hvorum vöðva tíu högg til að létta á taugunum. Fjórum árum eftir slysið gat hann staðið sjálfur. Árið 1967 unnu piltarnir hans annað sætið í lands- keppni áhugasirkusmanna. Hvað varðaði Valentin sjálfan fékk hann fyrstu verðlaun fyrir akróbatískt atriði, sem hljómar ótrúlega. Nú hóf hann að undir- búa sig fyrir þátttöku í atvinnumennskunni. Hann hafði aðstoðarmenn á æfingum. Fyrst lét hann ann- an aðstoðarmann sinn standa á öxlum sínum og síðan báða. Hann fór að lyfta þyngri og þyngri byrð- um. Einu sinni tók hann þátt í kraftlyftingakeppni og stóð sig þar svo vel, að hann var jafngildur íþrótta- meisturum. Þegar leið að árinu 1970 fór Valentin aftur að taka þátt í atvinnusirkusnum, en í þetta skipti sem lyftinga- maður. Valentin fær mikið af pósti og það ekki aðeins frá þakklátum aðdáendum heldur einnig frá fólki, sem er dæmt í hjólastól af ýmsum ástæðum. Þetta fólk leitar ráða hjá honum og aðstoðar. Barn fæddist með mjög alvarlegan vöðvagalla. Þegar barnið var orðið fjögurra ára, gat það hvorki sest upp eða lyft hendinni. Nú iðkar þetta barn æfing- ar standandi á eigin fótum. Á degi hverjum fer Maxím litli inn í kassalaga útbúnað, sem Valentin hefur 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.