Æskan - 01.11.1984, Qupperneq 98
„Járnleikur“ Valentins
Sex aðstoöarmenn koma inn með lóð á stöng og
setja á sviðið. Þessir sex eru ekki bara til að sýnast -
lóðið og stöngin vega 395 kg. Kraftajötunninn fer í
brú, þannig að þunginn hvílir á fótum og höfði. Stöng-
in og lóðin eru sett á læri hans og þar á standa þrír
menn, sem mynda pýramída. Ekki nóg með það -
Hann tekur aðra lóðastöng, sem vegur 90 kg og á
henni vegur fjórði aðstoðarmaðurinn salt. Þannig
lyftir hann 780 kg.
Annað atriði. Lyftingamaðurinn leggur brún
járnpalls, sem vegur 400 kg á axlir sínar. Bíll keyrir
inn á pallinn, og þar með eru komin 1270 kg til
viðbótar á hann.
Það eru endalaus atriði af þessu tagi. Hann fer í
boltaleik með þrjár málmkúlur, sem vega 40 kg hver,
kastar 70 kílóa kúlum úr annarri hendinni í hina, 112 kg
kúla, sem sett er í sex metra hæð er látin falla á háls
hans. Kúlan opnast og út úr henni stekkur kona . . .
Það er Valentin Dikulis, sem gerir öll þessi brögð
kraftajötunsins í sirkusnum. Hann er þéttvaxinn,
hæglátur maður, myndarlegur með þykkt skegg.
Hann hefur gaman af því að koma fram og honum
veitist það ótrúlega auðvelt. Hann kemur fram af
lítillæti. Það er ekkert dramatískt, sem fylgir atriðum
hans, eins og t. d.æsifenginn undirleikur á trommur.
Frá barnæsku hefur sirkusinn verið draumur hans
og hann varð sirkuslistamaður. Fyrst var hann í
loftfimleikum, sterkur og óttalaus. í september 1962
féll hann niður. Eina sem hann man, var að hann
heyrði þungan dynk. Mænan skaddaðist og fætur
hans lömuðust. Dómur læknanna var, að hann yrði
ætíð í hjólastól, eða að hann gæti í besta tilfelli stuðst
við hækjur.
En honum datt aldrei í hug að hætta sirkusstarfinu.
Hann gat gert æfingar með stengur, lóð og kúlur í
hjólastólnum. Mánuði eftir að hann var útskrifaður,
renndi hann stólnum sínum inn í klúbb verkalýðsfé-
lagsins. Stjórnandinn aðstoðaði hann við að koma á
fót sirkushópi. Piltarnir í hópnum báru hann í hjóla-
stólnum inn í klúbbinn, þar sem hann þjálfaði þá og
æfði sig.
Valentin Dikulis notaði eigin þynd til að vega á móti
lóðunum. Það varð til þess að hann gat reist sig
örlítið upp. Einnig var notuð rafmagnsörvun. Hann
tengdi elektróður við fætur sína og gaf hvorum vöðva
tíu högg til að létta á taugunum. Fjórum árum eftir
slysið gat hann staðið sjálfur.
Árið 1967 unnu piltarnir hans annað sætið í lands-
keppni áhugasirkusmanna. Hvað varðaði Valentin
sjálfan fékk hann fyrstu verðlaun fyrir akróbatískt
atriði, sem hljómar ótrúlega. Nú hóf hann að undir-
búa sig fyrir þátttöku í atvinnumennskunni. Hann
hafði aðstoðarmenn á æfingum. Fyrst lét hann ann-
an aðstoðarmann sinn standa á öxlum sínum og
síðan báða. Hann fór að lyfta þyngri og þyngri byrð-
um. Einu sinni tók hann þátt í kraftlyftingakeppni og
stóð sig þar svo vel, að hann var jafngildur íþrótta-
meisturum.
Þegar leið að árinu 1970 fór Valentin aftur að taka
þátt í atvinnusirkusnum, en í þetta skipti sem lyftinga-
maður.
Valentin fær mikið af pósti og það ekki aðeins frá
þakklátum aðdáendum heldur einnig frá fólki, sem er
dæmt í hjólastól af ýmsum ástæðum. Þetta fólk leitar
ráða hjá honum og aðstoðar.
Barn fæddist með mjög alvarlegan vöðvagalla.
Þegar barnið var orðið fjögurra ára, gat það hvorki
sest upp eða lyft hendinni. Nú iðkar þetta barn æfing-
ar standandi á eigin fótum. Á degi hverjum fer Maxím
litli inn í kassalaga útbúnað, sem Valentin hefur
98