Æskan - 01.11.1984, Side 99
FANGA- OG FLAGGALEIKUR
Þetta er skemmtilegur útileikur
og þátttakendurnir geta verið svo
margir sem vera vill. Leikvellinum
er skipt í tvo jafnstóra hluta, með
því að strengja snúru yfir hann
þveran eða marka línuna með krít-
arstriki en aftast í hvorum reit er
sett upp flagg og kringum hvort
flagg sex steinar.
Þessir steinar eiga að tákna
fanga. Nú á hvor flokkurinn um sig,
að reyna eftir megni að verja fang-
ana sína og reyna að ræna föngum
andstöðuflokksins (einum í einu).
Þegar leikmaður er kominn á völl
andstæðinganna, er hann eltur al-
veg eins og í venjulegum skollaleik.
Og ef einhver nær að snerta hann
þá er hann orðinn fangi og verður
nú að standa kyrr bak við flagg-
stöng óvina sinna, og ekki taka
neinn þátt í leiknum fyrst um sinn.
En takist honum að komast alla leið
að steinunum án þess að hann sé
snertur, þá tekur hann einn steininn
og getur þá gengið óáreittur til
sinna manna, því að enginn má
snerta hann á leiðinni. Svona er
barist um steinana þangað til annar
flokkurinn hefur náð þeim öllum og
síðan er barist um flöggin sjálf, en
flaggstengurnar mega ekki vera
fastar í jörðinni. Á sama hátt er
barist um lifandi fangana. Takist
manni að komast ósnertur framhjá
andstæðingunum og grípa í hönd-
ina á félaga sínum, þá geta þeir
labbað til sinna manna óáreittir, því
að enginn má snerta þá.
Ef margir þátttakendur eru í
leiknum verður leikvöllurinn að
vera nokkuð stór og þá er líka gott,
að annar flokkurinn hafi bindi um
handlegginn til auðkennis, svo að
misgáningur verði ekki. Leikurinn
er úti þegar annar flokkurinn hefur
fengið bæði flöggin og alla stein-
ana 12.
ÓMAR
RAGNARSSON
Hinn landskunni skemmti-
kraftur, Ómar Ragnarsson, stóð
á merkum tímamótum í mars sl.,
en þá voru liðin 25 ár frá því
hann hóf feril sinn sem skemmti-
kraftur og jafnframt voru þá 30 ár
frá því að hann lék sitt fyrsta
stóra hlutverk í leikhúsi.
Af þessu tilefni tóku nokkrir
aðilar sig saman og héldu Ómari
mikið hóf, þar sem rifjað var upp
skemmtiefni frá ferli Omars í ald-
arfjórðung. - Samtal við Ómar
Ragnarsson kom hér í blaðinu í
maí-júní 1983.
hannað og þá hefst mikill þrældómur einn og hálfan
klukkutíma. Dikulis segir, að Maxím sé sérstakur
drengur, bæði vel gefinn og hress. Það hafi ekki
aðeins verið um að ræða að byggja upp vöðva hans,
heldur hafi líka átt sér stað stórkostleg persónu-
sköpun frammi fyrir honum.
Frægur sirkusmaður, sem hafði lamaðan hand-
legg eftir brot kom til Valentin til aðstoðar. Nú finnur
hann fyrir því þegar tekið er í höndina honum.
í raun er Valentin Dikulis sterkur maður. Hann
getur með bros á vör dregið hest yfir sviðið, beygt
pening með fingurgómunum og lyft 275 kg með
annarri hendinni. Hann er viss um að líkamlegt
ástand sitt sé svo gott, að hann geti sýnt í tíu ár í
viðbót, eða þar til hann verður 55 ára.
99