Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 4

Æskan - 01.12.1987, Page 4
^5) amm® (ÉF315 =IT=1I Jólahugvekja Yður er í dag „En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinn- ar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins Ijómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: „ Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reif- að og lagt í jötu. “ Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og frið- ur á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss. “ Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barn þetta. Og all- ir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hug- leiddi það. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það, sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt. . .“ Ég er farinn að hlakka til jól- anna og það gerir þú vonandi líka. Sjálfur hef ég hlakkað til jólanna svo lengi sem ég man eftir mér. Áður og fyrr meir hlakkaði ég til þeirra á annan hátt en núna. Þá stafaði eftirvæntingin og tilhlökk- unin fremur en nú af von og vissu um gjafir. En aldrei voru jólagjafir þó eina tilhlökkunarefnið. Jólun- um fylgdi alltaf einhver sú helgi og birta og fegurð sem fáar ef nokkrar aðrar stundir gáfu. Það stafaði auðvitað af því að allir lögðu sig fram um að stuðla að því. Svo gæddu jólaljósin og jólasöngvar og sálmar andrúmsloftið helgum blæ, en kannski umfram allt jólasögurn- ar. Þær eru til svo margar og fal- legar. Ein þeirra ber þó af þeim öllum, sagan um Maríu og litla barnið hennar sem hún vefur reif- um og leggur í jötu af því að það fékk hvergi rúm hjá mönnunum. Og af því að þetta barn er fætt á jörðu ómar allur himinninn yfir Betlehemsvöllum af gleði yfir því hvað Guð er góður. Það eru englar sem syngja um það fyrir fjárhirða á völlunum. Það var ekkert að undra þó að þeir yrðu hræddir, jafnvel þótt engill segði þeim að vera ótta- lausir því að þetta barn væri Frels- arinn, sem Guð hefði sent þeim og öllum mönnum, og þess vegna mættu þeir gleðjast. Þegar fjárhirð- arnir höfðu heyrt þessi boð og eftir að hafa séð barnið í jötunni vissu þeir að englar eru ekki fjarri, ekki heldur himinninn, já, vissu líka að sjálfur Guð er nœrri, nœrri þeim,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.