Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 11

Æskan - 01.12.1987, Page 11
LJÓÐASKRÁ JÓL Á jólunum Jesús fœddist, í jötu var rúmið hans, en englarnir sungu og syngja í sálu hvers dauðlegs manns. Því hann var í heiminn sendur á heilagri jólanótt að minnka hjá okkur öllum það allt sem er dimmt og Ijótt. Hann þekkti hvað var að vera svo veikt og svo lítið barn; hann blessaði litlu börnin svo blíður og líknargjarn. Hann brosti þeim eins og bróðir og bros hans var dýrleg sól; hann fól þau í faðmi sínum og flutti þeim himnesk jól. Hann sá inn í sálir þeirra, hann sá þeirra hjartaslátt; hann gladdist með þeim í gleði og grét ef þau áttu bágt. Þau komu til hans í hópum, og hvar sem hann fór og var þá fundu það blessuð börnin að bróðurleg hönd var þar. Og því verður heilagt haldið í hjarta og sálu manns, um eilífð í öllum löndum á afmœlisdaginn hans. Sig. Júl. Jóhannesson Jólakvæðið er eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson, fyrsta ritstjóra Æskunnar. Hann nam læknisfræði í Kanada og starfaði þar. Hann var gott skáld og eftir hann hafa verið gefin út ljóð og sögur. Honum lét einkar vel að skrifa fyrir börn og það er samdóma álit manna að Æskunni hafi verið mikið lán að hann var valinn fyrsti ritstjóri blaðsins. 17. og 8. tbl. Æskunnar 1987 er ítarleg grein um Sigurð Júlíus eftir sr. Björn Jónsson á Akranesi. 11

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.