Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 14

Æskan - 01.12.1987, Page 14
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON í OPNUVIÐTALI tvær af þessum þjóðum til að eiga möguleika á einhverju af efstu sætun- um. Róðurinn verður þungur en við mætum til leiks fullir af djörfung.“ — Mig langar næst til að spyrja þig um störf íþróttafréttamanna. Hvað finnst þér um þau? „Ef ég segi eins og er finnst mér oft ekki mikið vit í því sem þeir skrifa. Umfjöllun þeirra um handknattleik er ekki nógu fagmannleg. Þeir einblína, eins og erlendir áhorfendur, alltof mikið á mörkin. Ef einhver sóknar- maður skorar ekki jafnmörg mörk og venjulega hefur hann að þeirra mati staðið sig illa. Þeir geta hins vegar hafa staðið sig mjög vel í vörninni og sent mikilvæga bolta inn á línu eða til hornamanns. Stundum fæ ég lítil eða engin tækifæri til að stökkva inn úr hornum vegna þess að ég fæ ekki sendingar á réttum augnablikum eða mín er gætt svo vel. Ég tel mig oft eiga góðan leik þó að ég skori ekki mörg mörk — en íþróttafréttamenn eru þá kannski á annarri skoðun. Mér finnst hálfgerð æsifréttamennska á íþróttasíðum dagblaðanna. Ég er eig- inlega hættur að nenna að lesa íþróttafréttir.“ — Hefurðu orðið fyrir meiðslum? „Já, ég verð alltaf fyrir hnjaski við og við. Fyrir nokkrum árum fór fingur úr liði. Svo eru ónýt og slitin liðbönd í tveim öðrum. Ég er líklega með slit- inn lærvöðva. Núna sem stendur er ég tognaður í flestum vöðvum og á við ökklameiðsl að stríða. í tvö ár þjáðist ég af nárameiðslum en er orðinn góð- ur af þeim. Svo má áfram telja.“ í rökréttu framhaldi spyr ég hvort hann færi handknattleiknum ekki of miklar fórnir. Guðmundur svarar því á þann veg að hann spyrji sig oft þess sama þegar hann hefur meiðst en hann er svo hrif- inn af handboltanum að hann getur ómögulega slitið sig frá honum. — Skammt er á milli gleði og reiði í handknattleikum. Hvernig er að vera íþróttamaður þegar á móti blæs? „Það er mjög erfitt. Við reynum að styrkja okkur andlega til að eiga betra en ella með að mæta mótlæti. Það tekst þó ekki alltaf sem skyldi. Ég get nefnt sem dæmi af sjálfum mér að ég verð oft andvaka fram eftir nóttu þeg- ar ég hef staðið mig illa í leik. Þá brýt- ur maður nýafstaðinn leik til mergjar, fer yfir atburðarásina aftur og aftur og reynir að átta sig á því hvað hafi brugðist.“ Við víkjum að öðrum áhugamálum Guðmundar. Hver eru þau? „Ég hef mikinn áhuga á stangveiði og að vera úti í náttúrunni. Ég fæst oft við fluguhnýtingar á keppnisferðalög- um milli landa. Það róar mig mikið. Ég fer oft upp á Arnarvatnsheiði til að veiða og norður í land. Svo geng ég á fjöll. Þegar ég var unglingur átti ég hesta og lærði á gítar en sinni nú hvor- ugu.“ Stutt jól Víkingur dróst á móti rússneska liðinu Zska, einu besta félagsliði í heimi, í fjögurra liða úrslitunum í Evrópu- keppni meistaraliða. Leikurinn fer fram í febrúar. Guðmundur segist hlakka til að leika á móti Zska þó að hann viti að erfitt verði að sigra það lið. „En auðvitað leggjum við allt í söl- urnar og vonum að smá heppni verði okkur til bjargar,“ bætir hann við. „Maður má aldrei viðurkenna að and- stæðingurinn sé betri. Bogdan hefur t.d bannað okkur landsliðsstrákunum að bera virðingu fyrir mótherjunum, það sé næstum því það sama og að tapa leik.“ — Tíminn styttist til jóla. Hvernig ætlarðu að eyða jóladögunum? „Það verða stutt jól hjá mér í ár því að ég fer til Danmerkur með lands- liðinu 26. desember til að keppa þar. Við komum heim aftur á gamlaárs- dag. Jú, ég neita því ekki að ég er orðinn dálítið leiður á þessum ferða- lögum. Ferðin til Danmerkur verður 10. utanferðin í ár. Ég verð bara að muna eftir að taka fluguhnýtingagræj- urnar með mér!“ — Er eitthvað að lokum sem þú vildir segja við krakka sem æfa hand- knattleik? „Já, ég vil hvetja þá til að gefast ekki upp þó að á móti blási. Það koma góðir dagar eftir þá erfiðu. Einnig vil ég biðja krakkana að hafa hugfast að það er heildin sem skiptir meira máli en einstaklingurinn á vell- inum. Þeir þurfa því að leggja mikið upp úr samleiknum en ekki hugsa um það eitt að skjóta og reyna að skora. — Ég hef gefið yngri flokkunum dá- lítinn gaum í seinni tíð og séð marga efnilega handknattleiksmenn. Það verður gaman að fylgjast með hvort þeir eiga einhvern tíma eftir að leika með íslenska landsliðinu.“ Með þessum orðum er sleginn botn í samtalið og við óskum Guðmundi og félögum hans í landsliðinu gleðilegra jóla og góðs gengis í Danmörku. Viðtal: Eðvarð Ingólfsson 14

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.