Æskan - 01.12.1987, Page 16
Æskan kynnir nýjan þátt
Viltu vita eitthvað um eftirlætis-tón-
listarmann þinn, íþróttamann, leik-
ara, sjónvarpsstjörnu o.fl.? Nú
býður Æskan þér að skrifa goðinu
þínu og leggja fyrir það spurningar.
Svörin verða svo birt í blaðinu
ásamt nöfnum þeirra sem spyrja.
Auðvitað getur verið að mörg
bréf berist og ekki verði hægt að
svara þeim öllum. Þið takið því
áreiðanlega með skilningi. Einnig
er líklegt að margir spyrji sömu
spurninga. Því hvetjum við ykkurtil
að vanda til spurninganna og
reyna að hafa þær sem fjölbreytt-
astar.
Þó að bréf ykkar verði ekki birt
af áðurnefndum ástæðum getið
þið verið viss um eitt: Goðið ykkar
fær öll bréf í hendur og les þau!
Sendið okkur líka óskir um
hverjum þið viljið skrifa í þennan
þátt.
Spyrjið Bjarna Arason!
Bjarni Arason verður fyrstur í
röðinni af þeim sem ætla að svara
lesendum Æskunnar. Spurningar
ykkar og svör hans verða birt í
næsta blaði, 1. tölublaði 1988, en
það kemur út í byrjun febrúar.
Hann segist hlakka til að fá bréf frá
ykkur.
Spyrjið um hvað eina sem ykkur
dettur í hug. Fullt nafn, heimilis-
fang og aldur verða að fylgja — en
þið getið óskað dulnefnis ef þið
dettið í lukkupottinn og spurningar
ykkar verða birtar í blaðinu.
Bréf með fyrirspurnum til Bjarna
þurfa að berast til Æskunnar fyrir
10. janúar nk. Utanáskriftin er:
Æskan, b/t Aðdáendum svarað,
pósthólf 523, 121 Reykjavík.
Látið hendur standa fram úr
ermum. Takið ykkur stílabók í
hönd og byrjið að semja spurning-
ar. Því fyrr sem þið skrifið bréfið
þeim mun minni líkur eru á því að
þið gleymið að senda það.
Notið einstætt tækifæri til að
skrifa stjörnunni ykkar!
AÐDAEMMLSVARAB