Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1987, Side 23

Æskan - 01.12.1987, Side 23
Ástfangin Kæra Æska. Ég hef verið hrifin af strák í þrjú ár. Hann er 14 ára en verður 15 í janúar á næsta ári. í fyrstunni vorum við ofsa- lega ástfangin en svo kom babb í bát- inn og við hættum að vera saman. Við byrjuðum aftur en hættum svo stuttu seinna — og þannig hefur þetta geng- ið. Eftir að síðast slitnaði upp úr sam- bandi okkar hefur hann hvorki hringt né talað við mig. Ég er æðislega hrifin af þessum strák. Hvað á ég að gera til að ná at- hygli hans aftur? sos. Þú ert hrifin af strák og vilt vera á föstu með honum en hann virðist lítinn áhuga hafa því að hann lcetur ekkert frá sér heyra. Af hverju á hann að tala við þig að fyrra bragði? Hvað um þig? Hví hefur þú ekki samband við hann og rœðir málin fyrst þú ert enn hrifin af honum? Vertu vinsamleg og rœddu við hann í rólegheitum. Ef til vill getur þú unnið traust hans aftur. Láttu hann finna að þú getir hugsað þér að vera áfram vinur hans og þér þyki enn vœnt um hann. Eftil vill áttir þú sök á því að þið hcettuð að vera saman síðast. Farðu yfir þá atburði í huganum. Athugaðu hvort þú hefur sœrt hann eitthvað og það sé þá skýringin á því að hann hefur ekki hringt eða talað við þig. Fáðu á hreint hjá honum hvort hann hafi ein- hvern áhuga á þér. Ef svo er ekki skaltu reyna að gleyma honum sem fyrst. Það eru nógir fiskár í sjónum! Gangi þér vel! Kveðja Hæ, Æska. Mér þætti mjög gott ef þú vildir birta þetta: Hæ, Jón, Dísa og allir hinir! Ég hlakka til að sjá ykkur næsta sumar. Ég bið að heilsa öllum, sérstaklega Móra og Sigríði. Með þökk fyrir birtingu. Kisa í raunum Kæra Æska. Ég ákvað að senda þér stutta en sanna frásögn. Hún hljóðar svona: Einu sinni var kisa sem hét Dán- dán. Hún var kolsvört og átti heima í stóru timburhúsi með tveim kvistum. Eitt sinn gleymdist að loka glugga í kvistherberginu og litla kisa stökk út um hann. Hún lenti á þakrennunni og festist í henni. Aumingja kisa sat þarna dauðskelfd og mjálmaði hátt. Við systurnar, sem áttum kisu, urð- um logandi hræddar og héldum að hún myndi hrapa niður. En allt fór vel að lokum því að pabbi okkar kom og bjargaði henni. Éftir þetta kom kisa aldrei nálægt glugganum. Bréf úr Hrútafirði Halló Æskupóstur. Ég er úr Hrútafirði og mi| langar til að lýsa félagslífi okkar. Ég geng í Barnaskóla Staðarhrepps og mér líkar vel í honum. Diskótek eru haldin 2-3svar á veturna og svo er alltaf farið í skólaferðalag í lok skólaársins. í fyrra fórum við t.d. í Húsafell. í apríl er alltaf haldin hlutavelta og ágóðinn látinn renna í ferðasjóð. Hér er gefið út skólablað sem heitir Pennarugl. Það hefur komið út í 11 ár. í mars fór- um við í skíðaferðalag til Akureyrar. Ekki gekk allt eins og við áttum von á því að ferðin þangað tók 9 tíma. Venjulega tekur hún 3-4 tíma. Við festum okkur m.a. uppi á Öxnadals- heiði. í lokin ætla ég að birta lýsingu á draumaprinsinum mínum. Hann er dökkhærður með gráblá augu, frekar hávaxinn og sætur. — Þökk fyrir birt- inguna. Sigga. Lítið að frétta Hæ, kæra Æska! Ég á heima á Djúpavogi við Beru- fjörð. Héðan er fátt að frétta því að það gerist aldrei neitt. Ég skrifaði nú aðallega til að kvarta yfir lítilræði. í fyrra barst mér gíróseðill til inn- heimtu á áskriftagjaldi Æskunnar 25 dögum eftir gjalddaga. Annars er ég mjög ánægður með blaðið. Ég hef verið áskrifandi í sjö ár. Bless, bless, Þorsteinn Erlingsson, Gautavík, 765 Djúpavogi. Þakka þér fyrir bréfið, Þorsteinn. Það eru ekki margir lesendur sem kvarta undan því að fá ekki reikninginn fyrir blaðið á réttum tíma. Skýringin á þessu er sú að útsending gíróseðla tafð- ist í vor vegna forrita sem verið var að búa til fyrir tölvuna. Þess vegna fékkstu gíróseðilinn svona seint. En þú greiddir áreiðanlega enga dráttarvexti! Vonandi heldurðu áfram að vera ánœgður með blaðið. Sceunn Ósk Kjartansdóttir, 9 ára, ) 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.