Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1987, Page 28

Æskan - 01.12.1987, Page 28
TÓNLISTARKYNNING í hinni feikivinsælu hljómsveit Evrópu (Europe), sem kom hingað til lands síðastliðið sumar, eru þeir Jói (Joey) Tempest söngvari, bassaleikarinn Jón (John) Leven, hljómborðsleikarinn Mikki (Mic) Michaeli, trommuleikar- inn Ian Haugland og gítarleikarinn Kee Marchella. Jói Tempest, réttu nafni Joakim Hedlund, fæddist 19. ágúst 1963 í Stokkhólmi og er því 24 ára. Hann er 181 sm á hæð, ljóshærður og með blá- græn augu. Það skemmtilegasta, sem hann gerir, er að vinna í hljóðveri, fara í bíó, horfa á myndbönd og borða spaghettí og salat. Af tónlistarmönn- um hefur hann mest dálæti á Davíð Bowie, Mozart og Phit Lynott. Jón Leven fæddist í Stokkhólmi 25. október 1963 og er því jafnaldri Jóa. Hann er 185 sm á hæð, ljóshærður með grænbrún augu. Hann er mikill aðdáandi Deep Purple, Van Halen og Gary Moore. Jón er kjötæta og finnst ekkert ljúffengara en góð steik og sal- at sem hann skolar niður með kóki. Þessa matar nýtur hann best þegar hann kemur þreyttur heim að kveldi úr skíðabrekkunum. MIKIIi AÐDÁANDI E Baldur Ingi Ólafsson 10 ára er einlæg- ur aðdáandi hljómsveitarinnar Evr- ópu (Europe). Hann er í aðdáenda- klúbbi hennar í Svíþjóð og fór auðvit- að á hljómleika hennar þegar hún kom hingað til lands í sumar. „Jú, það var rosalega gaman á hljómleikunum,“ segir hann í spjalli við Æskuna. „Hávaðinn var svo mikill að maður þurfti að öskra til að vinirn- ir heyrðu í manni. Það var mjög góð stemmning og ég held að allir hafi skemmt sér vel.“ — Reyndirðu nokkuð að ræða við Evrópu-menn? (!) „Nei, það var ekki nokkur leið. Maður komst ekki einu sinni nálægt sviðinu fyrir mannþröng.“ — Hvernig fórstu að því að ganga í aðdáendaklúbb sveitarinnar? „Á einu plötuumslaginu er gefið upp nafn á aðdáendaklúbbi og ég hugsaði mig ekki tvisvar um áður en ég skrifaði til hans. Ég þurfti að senda 80 krónur sænskar (480 kr. ísl.) til að ganga í klúbbinn og fékk í staðinn svart-hvíta ljósmynd af hljómsveitinni, eiginhandaráritun félaganna og bréf með sögu sveitarinnar. Ég á svo eftir að fá bauk og veski með mynd af henni. Hvort tveggja var uppselt en þeir báðu mig að afsaka töfina; þeir hefðu ekki undan að afgreiða pantan- ir. Ég þurfti sjálfur að bíða eftir bréf- , inu frá þeim í tvo og hálfan mánuð.“ Baldur kveðst hafa mikinn áhuga á popptónlist. Hann kaupir nokkur er- lend poppblöð við og við, m.a. Bravo og Rolling Stones. Hann reynir að 28

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.