Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 28

Æskan - 01.12.1987, Qupperneq 28
TÓNLISTARKYNNING í hinni feikivinsælu hljómsveit Evrópu (Europe), sem kom hingað til lands síðastliðið sumar, eru þeir Jói (Joey) Tempest söngvari, bassaleikarinn Jón (John) Leven, hljómborðsleikarinn Mikki (Mic) Michaeli, trommuleikar- inn Ian Haugland og gítarleikarinn Kee Marchella. Jói Tempest, réttu nafni Joakim Hedlund, fæddist 19. ágúst 1963 í Stokkhólmi og er því 24 ára. Hann er 181 sm á hæð, ljóshærður og með blá- græn augu. Það skemmtilegasta, sem hann gerir, er að vinna í hljóðveri, fara í bíó, horfa á myndbönd og borða spaghettí og salat. Af tónlistarmönn- um hefur hann mest dálæti á Davíð Bowie, Mozart og Phit Lynott. Jón Leven fæddist í Stokkhólmi 25. október 1963 og er því jafnaldri Jóa. Hann er 185 sm á hæð, ljóshærður með grænbrún augu. Hann er mikill aðdáandi Deep Purple, Van Halen og Gary Moore. Jón er kjötæta og finnst ekkert ljúffengara en góð steik og sal- at sem hann skolar niður með kóki. Þessa matar nýtur hann best þegar hann kemur þreyttur heim að kveldi úr skíðabrekkunum. MIKIIi AÐDÁANDI E Baldur Ingi Ólafsson 10 ára er einlæg- ur aðdáandi hljómsveitarinnar Evr- ópu (Europe). Hann er í aðdáenda- klúbbi hennar í Svíþjóð og fór auðvit- að á hljómleika hennar þegar hún kom hingað til lands í sumar. „Jú, það var rosalega gaman á hljómleikunum,“ segir hann í spjalli við Æskuna. „Hávaðinn var svo mikill að maður þurfti að öskra til að vinirn- ir heyrðu í manni. Það var mjög góð stemmning og ég held að allir hafi skemmt sér vel.“ — Reyndirðu nokkuð að ræða við Evrópu-menn? (!) „Nei, það var ekki nokkur leið. Maður komst ekki einu sinni nálægt sviðinu fyrir mannþröng.“ — Hvernig fórstu að því að ganga í aðdáendaklúbb sveitarinnar? „Á einu plötuumslaginu er gefið upp nafn á aðdáendaklúbbi og ég hugsaði mig ekki tvisvar um áður en ég skrifaði til hans. Ég þurfti að senda 80 krónur sænskar (480 kr. ísl.) til að ganga í klúbbinn og fékk í staðinn svart-hvíta ljósmynd af hljómsveitinni, eiginhandaráritun félaganna og bréf með sögu sveitarinnar. Ég á svo eftir að fá bauk og veski með mynd af henni. Hvort tveggja var uppselt en þeir báðu mig að afsaka töfina; þeir hefðu ekki undan að afgreiða pantan- ir. Ég þurfti sjálfur að bíða eftir bréf- , inu frá þeim í tvo og hálfan mánuð.“ Baldur kveðst hafa mikinn áhuga á popptónlist. Hann kaupir nokkur er- lend poppblöð við og við, m.a. Bravo og Rolling Stones. Hann reynir að 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.